Nýr félagi í Hveragerði

Ég heiti Ingimar Guðmundsson og starfa sem forstöðumaður frístundamála hjá Hveragerðisbæ. Í þeirri stöðu er ég forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku en hún hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á.

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2017 þar sem ég lærði tómstunda- og félagsmálafræði og eftir námið flutti ég til Svíþjóðar þar sem ég starfaði sem teymisstjóri í hegðunar- og atferlisteymi í alþjóðlegum enskuskóla. Árið 2020 flutti ég heim og hóf þá störf sem forstöðumaður Bungubrekku.

Það var aldrei planið að koma til baka frá Svíþjóð og fara að vinna í frístundamálum en þegar tækifærið kom í mínu uppeldisveitarfélagi var ég ekki lengi að breyta um skoðun og reyna leggja mitt af mörkum til þess að skapa betra samfélag fyrir börn, unglinga og aðra bæjarbúa í Hveragerði!