Fréttir úr starfinu

Ég heiti Ingimar Guðmundsson og starfa sem forstöðumaður frístundamála hjá Hveragerðisbæ. Í þeirri stöðu er ég forstöðumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku en hún hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á.

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2017 þar sem ég lærði tómstunda- og félagsmálafræði og eftir námið flutti ég til Svíþjóðar þar sem ég starfaði sem teymisstjóri í hegðunar- og atferlisteymi í alþjóðlegum enskuskóla. Árið 2020 flutti ég heim og hóf þá störf sem forstöðumaður Bungubrekku.

Það var aldrei planið að koma til baka frá Svíþjóð og fara að vinna í frístundamálum en þegar tækifærið kom í mínu uppeldisveitarfélagi var ég ekki lengi að breyta um skoðun og reyna leggja mitt af mörkum til þess að skapa betra samfélag fyrir börn, unglinga og aðra bæjarbúa í Hveragerði! 

Tveir nýjir félagar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur dögum. 

Fyrst ber að nefna að Þorgerður Þóra Hlynsdóttir (sem gengur undir nafninu Gigga alla jafna) hefur gengið í félagið og er það í fysta skiptir sem Skagaströnd á aðild að félaginu. 

Svo hefur Ása Kristín Einarsdóttir tekið við stöðu verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála hjá Seltjarnarnesbæ. 

Bjóðum við þær báðar velkomnar í félagið. 

FÍÆT félagar eru því orðnir 53. 
 

Búið er að senda út dagsetningu aðalfundar og verða frekari upplýsingar sendar á næstu dögum í gegnum netfangalista félaga. Ef þú kannast ekki við að hafa fengið slíkan póst hafðu þá samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

Síða 1 af 3