Nýr félagi í Snæfellsbæ

Sigrún Ólafsdóttir í er að láta að störfum í Snæfellsbæ. Þökkum við Sigrúnu fyrir samstarfið undanfarin ár.

Í hennar stað kemur Laufey Helga Árnadóttir. Við fengum Laufey til að segja aðeins frá sér og senda inn mynd.

 

Ég heiti Laufey Helga Árnadóttir og er fædd og uppalin í Snæfellsbæ og bý þar ásamt eiginmanni mínum og tveimur börnum. Ég útskrifaðist með B.S. Gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004 og svo bætti ég við mig M.ed. Í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2014. Ég hef starfað hjá Hafnarsjóði Snæfellsbæjar í bókhaldi í hlutastarfi síðan 2005 og sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu síðustu ár. Ég er spennt að taka við starfinu og heppin að hafa reynslumikið og öflugt fólk mér til aðstoðar.