FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1.stjórnarfundur FÍÆT starfsárið 2012-2013 haldinn 30. apríl í Molanum í Kópavogi.

Mætt: Gísli Rúnar, Alfa, Sigrún, Ragnar Sig. og Bragi.

Bragi Bjarnason skrifar fundagerð.

  

    1. Skipting verka stjórnar

 

Stjórnin kom sér saman um að Ragnar Sigurðsson tæki að sér gjaldkerastöðuna og Bragi Bjarnason ritarann. Samþykkt samhljóða.

  

  • Handbókargerð

 

 

Farið yfir niðurstöður þeirra vinnu sem fram fór á aðalfundinum. Rætt um næstu skref og fram kom hjá Jakobi að tryggja þyrfti tíma fólks og peninga í verkefnið og í framhaldinu var farið yfir mögulega styrktarsjóði sem hægt væri að sækja um í. Setja þarf saman undirbúningshóp sem setur verkferlið. Í þessum hópi þurfa að vera fulltrúar menntavísindasviðs HÍ, FÍÆT, Samfés og FFF. Alfa og Jakob semja uppkast að erindisbréfi sem sent verður á stjórnir félaganna þar sem óskað verður eftir samstarfi. Samþykkt.

  

  • Uppgjör aðalfundar

 

 

Farið yfir kostnað við aðalfundinn. Fram kom að eftir væri að senda út reikninga en það verður gert hið fyrsta.

 

 

  • Fræðsluferð FÍÆT 19.-23. nóvember

 

 

Fram kom að búið væri að leggja fram pöntun fyrir 20 manns í ferðina, þ.e. flug og gisting. Í byrjun september þarf að greiða staðfestingargjald. Þarf því að ganga frá lokaskráningu í ágúst. Aðeins rætt um þær ábendingar sem komu fram á aðalfundinum. Alfa skoðar möguleikann á að setja upp auka kynningu í Gautaborg og Jóhann ræðir við Önnu Brynju í Lundi með dagskránna þar. Upplýsingar þurfa að liggja fyrir 20.maí svo hægt sé að senda út upplýsingar á félagsmenn fyrir sumarfrí en lokaskráning væri c.a. 10. ágúst. Samþykkt.

 

 

  • Samstarfssamningur FÍÆT, FFF, Samfés og SFSÍ

 

 

Rætt um þær ábendingar sem komu fram um samstarfssamninginn á aðalfundi FÍÆT. Formanni falið að klára samninginn út frá þeim umræðum sem fram komu á fundinum og senda á félagsmenn. Samþykkt.

 

 

  • Ferðakostnaður stjórnar

 

 

Ákveðið að greitt verði almennt km. gjald fyrir akstur stjórnarmanna á fundi. Þó ekki hærri upphæð en kostnaður við flug þegar ekið er í stað þess að fljúga. T.d. Akureyri – Reykjavík.

 

  • Gullmerki FÍÆT

 

 

Lögð fram drög að reglugerð um afhendingu gullmerkis FÍÆT. Drögin samþykkt af hálfu stjórnar og verða lögð fyrir næsta aðalfund.

 

  • Árgjald

 

 

Senda þarf út reikninga fyrir árgjaldi fyrir árið 2012. Þarf að vera búið að skila sér fyrir fræðsluferðina í haust.

 

  • Ályktun vegna fjárframlaga til félagsmiðstöðva

 

 

Lagt fram uppkast að ályktun. Ölfu falið að bæta við þeim ábendingum sem komu fram og senda á stjórnina. Samþykkt.

 

 

  • Skjöl stjórnar aðgengileg fyrir stjórnarmenn

 

 

Ákveðið að setja upp möppu á netinu sem væri aðgengileg öllum stjórnarmönnum. Braga falið að koma upp slíkri möppu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 13:40.