FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1.fundur stjórnar FÍÆT tímabilið 2011 – 2012 haldinn í Kópavogi 18.ágúst 2011.

 Mættir: Bjarni Gunnarsson, Gísli Rúnar Gylfason, Jóhann Pálsson, Ragnar Sigurðsson og Bragi Bjarnason

Fundagerð ritaði Bragi Bjarnason

 

1.mál – skipting í embætti

Lagt til að Gísli Rúnar verði áfram gjaldkeri og Bragi verði ritari. Samþykkt samhljóða.

 

2.mál – Verkefni frá aðalfundi

  • 1. Vinnuhópur um samráð milli fagfélaga.
    Málið rætt og ýmsar hugmyndir lagðar fram. Lagt til að formaður setji sig í samband við formenn/framkvæmdastjóra þeirra félaga og sambands íslenskra sveitarfélaga sem koma að samráðshópnum og óski eftir tilnefningum í ráðið.
  • 2. Utanlandsferð FÍÆT félaga.
    Rætt um að fara í utanlandsferð haustið 2012. Ein tillaga um ferðastað lögð fram en það er að fara til Svíþjóðar. Heimsækja mannvirki í Lundi en þar er íslenskur tengiliður á svæðinu og fara á sýningu í Gautaborg. Lagt til að formaður sendi út póst til að óska eftir fleiri hugmyndum að ferðastað en ákvörðun verði tekin seinna í haust.
  • 3. Haustfundur.
    Stjórnin fer á fund með fulltrúum Menntamálaráðuneytisins seinna um daginn. Rætt um hvaða fyrirlesara eigi að fá til fundarins og stjórnin sammála að einn fyrirlesturinn verði um fæðubótarefni, steranotkun og fleira tengt því.
  • 4. Færsla aðalfundar.
    Rætt um að færa aðalfund FÍÆT fram í apríl líkt og kom fram á síðasta aðalfundi. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
  • 5. Sundlaugarreglugerð
    Lagðar fram tillögur um breytingar á reglugerð frá 2010 frá Umhverfisráðuneytinu. Málið rætt og ákveðið að athugasemdir verði sendar á formann sem taki þær saman og komi áleiðis til Umhverfisráðuneytisins. Samþykkt samhljóða.

 

3. mál – Heimasíða FÍÆT

Rætt um uppsetningu heimasíðunnar og hvað megi fara betur. Gísla falið að fara í þarfagreiningu fyrir síðuna og skoða mögulegar breytingar. Samþykkt samhljóða.

 

4. mál – Fundartímar stjórnar

Formaður leggur til að fundað verði 1x í mánuði og fundir verði haldnir í heimabæjum stjórnarmeðlima til skiptis. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki rætt og fundi sltið kl. 14:50.