FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

6. Stjórnarfundur FÍÆT haldinn 15. febrúar í Molanum, Kópavogi.

Mætt: Gísli, Alfa, Ragnar Örn, Ragnar Sig. og Bragi.

Bragi Bjarnason skrifar fundagerð.

 

1.       Samstarf FÍÆT, Samfés, FFSÍ og FFF

Formaður gerir grein fyrir stöðunni. Rætt um að fylgja málinu eftir og ræða við félögin svo enginn misskilningur sé á ferðinni. Stefnan er að leggja samstarfssamning fyrir aðalfund FÍÆT í vor.

 

2.       Handbókargerð

Alfa fer yfir stöðuna. Á fund á eftir með Jakobi og Vöndu hjá Háskóla Íslands. Grunnatriðið sem unnið er útfrá er hugmyndafræðin. Verkefnið verður kynnt á aðalfundinum og þarf þá beinagrind um verkefnið að vera klár.

 

3.       Hækkun rekstarkostnaðar FÍÆT

Fram kom að nú þegar stjórn FÍÆT fundar reglulega og er með verkefni í gangi er rekstrarkostnaður að hækka og má gera ráð fyrir að rekstur FÍÆT á ári sé um 1.200.000.- miðað við þau verkefni sem verið er að sinna. Árgjöld skila rétt um 1.000.000. Stjórnin sammála um að leggja til við aðalfund að árgjaldið verði hækkað um 5000 kr. eða upp í 25.000 kr. Einnig rætt um að það verði c.a. fjórir fastir fundir stjórnar á ári og fleiri ef þörf krefur.  

 

4.       Akstur vegna stjórnarfunda FÍÆT

Rætt um að miða við 111 kr./km. í aksturspening vegna stjórnarfunda. Það verði þó ekki greitt hærra en mögulegur kostnaður við flug t.d. akstur frá Akureyri. Samþykkt að gjaldkeri og formaður vinni að tillögu og leggi fyrir aðalfund.

 

5.       Ársreikningar

Gísli og Alfa kynna ársreikning félagsins sem fara svo til skoðunarmanna eftir fundinn.

 

6.       Fræðsluferð FÍÆT haustið 2012

Um 20 félagar hafa sýnt áhuga á fræðsluferð. Drög að ferðaplani og kostnaðaráætlun munu liggja fyrir á næstu dögum.  Þegar áætlanirnar liggja fyrir verður sendur út póstur á félagsmenn til upplýsingar.

 

7.       Önnur mál

a.       Aðalfundur 14-16.apríl

Erindi um fjölsmiðjuna á Suðurnesjum er klárt á aðalfundi. Fyrirlesarinn Óli Þór tekur gítarinn með ef þess verður óskað. Rætt um að fá Árna Guðmundsson til að stýra aðalfundinum enda gert það með stakri prýði undanfarinn ár. Ragnar Örn ræðir við Sambandið um að koma á fundinn með erindi. Einnig rætt um að stjórnin herji á félagsmenn um að mæta á fundinn. Formaður hefur samband við nýliða og Sigrúnu Ólafsdóttur varðandi hótel og aðra aðstöðu. 

Gróf dagskrá er:

-          Erindi um fjölsmiðjuna á Suðurnesjum

-          Kynning á handbókinni (möguleg hópavinna) Byrja á þessum lið og fá síðan samantekt í restina eftir hópavinnuna.

-          Kynning á samstarfssamningi við fagfélögin

-          Erindi frá Sambandinu

-          Erindi frá heimamanni

-          Fræðsluferðin

Rætt um að byrja á fræðsluerindum og hefja síðan formlegan aðalfund eftir það. Formaður sendir út nánari kynningu á aðalfundinum til félagsmanna og óskar um leið eftir tilnefningum til stjórnar- og formannskjörs.

b.      Mannvirkjanefnd menntamálaráðuneytisins

Samþykkt að Bragi taki sæti í nefndinni f.h. FÍÆT.

 

Fleira ekki rætt