FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Ráðstefna ,,Frítíminn er okkar fag“

Laugardalshöll, Reykjavík 16. október 2015
Hér má finna skýrsluna á pdf formi.

Að ráðstefnunni stóðu FÍÆT - Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FFF - Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi.

Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 var inntak ráðstefnunnar ,,Frítíminn er okkar fag“  sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október 2015.

Innleiðing og aðgerðaráætlun  stefnumótunarinnar   var í brennidepli og voru haldin bæði erindi og málstofur um ýmis fagleg málefni s.s. gæðaviðmið í frístundaþjónustu sveitarfélaga,  lýðræðisvinna með börnum o.fl.

Markhópur ráðstefnunnar  voru: Starfsmenn sveitarfélaga sem starfa að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum, fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, háskólasamfélagið og annað fagfólk sem starfar á vettvangi frítímans.

Að ráðstefnunni stóðu FÍÆT - Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FFF - Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi.

Stefnumótunina má finna á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Ráðstefnustjóri var Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Dagskrá:

  1. 9.00 Setning. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. 
  2. 9.15 Framkvæmd sveitarfélaga á innihaldi stefnunnar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  3. 9.30  Ungt fólk i Lundi, stefnumótun og þróun. Anna Brynja Sigurgeirsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar fyrir lýðræðisstarfs ungs fólks í Lundi, Svíþjóð.  
  4. 10.30 Samfés, staðan á vettvangi, þróunin í frístunda- og æskulýðsmálum á Íslandi. Andri Ómarsson formaður  Samfés og Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés.
  5. 10.50 Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs. Björk Ólafsdóttir, matsfræðingur og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á frístundahluta fagskrifstofu SFS.

                               Hægt er að nálgast viðmið og vísbendingar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á meðfylgjandi slóð:

  1. 11.10Þar sem allir hugsa eins er lítið hugsað -  Hlutverk tómstundafræðinga í litríku samfélagi. Jakob F. Þorsteinsson aðjúnkt og formaður námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði og nemendur úr tómstunda- og félagsmálafræði.  

Hægt er að nálgast upptökur af öllum erindunum á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundir-og-radstefnur/fritiminn-er-okkar-fag/

 

  1. 11.30 Heimskaffi  um innleiðingu stefnumótunarinnar. Sjá samantekt úr hópavinnu hér að                                neðan.
  2. 13.15 Smiðjur  
  3. Barnasáttmálinn - Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF
  4. Tómstundahandbókin- hverju á að miðla- Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands
  5. Ungmennaráð Samfés - Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés og meðlimir ungmennaráðsins.
  6. Evrópa unga fólksins – Helga Dagný Árnadóttir,  Evrópa unga fólksins
  7. Ungmennahús – Andri Þór Lefever forstöðumaður Ungmennahússins Molans.
  8. Leikur að orðum –hugtök í fræðunum - Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  9. Starfsskrá frístundastarfs í Reykjavík - Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á frístundahluta fagskrifstofu SFS
  10. Ungt fólk og lýðræði – Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ
  11. Fjölmenningarleg frístundaþjónusta – Dagbjört Ásbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kamps

 

Í heimskaffi ráðstefnunnar var stefnumótun í æskulýðsmálum krufin til mergjar og rætt um innleiðingu stefnunnar og aðgerðarbindingu.

Helstu niðurstöður voru þessar:

Mikilvægt er að sveitarfélög og ríki stuðli að því að börn og ungmenni geti sótt sér tómstundastarf óháð fjárhag. Tómstundastarf þarf að vera á viðráðanlegu verði. Aðstaða fyrir tómstundastarf þarf að vera til staðar og við hæfi fyrir starfsemina. Börn, á aldrinum 8 og 9 ára, sem taka þátt í starfsemi frístundaheimili hefur verið að fjölga og er því nauðsynlegt að aðlaga starfsemina að þeirra þörfum.

Mikil vöntun er á starfi fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára, sérstaklega til þeirra sem ekki stunda neitt tómstundastarf. Nauðsynlegt er að alltaf sé horft til þess að starfsemin höfði til beggja kynja einnig þarf að huga sérstaklega að því að ná til barna og unglinga af erlendum uppruna og virkja þau í tómstundastarfi. Mikilvægt að ná til jaðarhópsins sem er ekki að skila sér inn í tómstundastarf.

,,Ekkert um okkur án okkar“ ætti að vera viðkvæði þegar unnið er að frítímastarfi fyrir börn og unglinga. Það kallar á að öll börn séu með í að skipuleggja, líka þau börn sem erfitt eiga uppdráttar t.d. vegna fötlunar, uppruna og þjóðernis. Lykilatriðið er að sveitarfélög fari að innleiða barnasáttmálann, þar koma fram þau atriði sem mikilvægt er að hlúa að. Rýna þarf æskulýðslögin með tilliti til hvort aðlaga þurfi þau að Barnasáttmálanum. Hvert sveitarfélag þyrfti að móta sér innleiðingaráætlun í sambandi við barnasáttmálann. Aðferðarfræði þeirra sem starfa í Lundi í Svíþjóð er algerlega til fyrirmyndar og ættu að vera sjálfsögð vinnubrögð hér á landi.

Mikilvægt er að byrja snemma að kenna börnum og ungmennum að bera ábyrgð á sínu tómstunda- og félagsmálastarfi. Þar læra þau að hafa áhrif og taka ákvarðanir sem vonandi nýtist þeim síðar.

Mikið var talað um að það þyrfti skýrari ramma og löggjöf í málaflokknum. Misjafnar skoðanir voru á því hvort æskulýðsstarf ætti að vera lögbundið verkefni. Flestir voru þó sammála um að ramminn þyrfti að vera skýr þannig að ef sveitarfélög ætla að bjóða upp á æskulýðsstarf þá þurfi þau að uppfylla ákveðin skilyrði (gæðaviðmið). Hingað til hafa sveitarfélögin verið að fjármagna  starfsemina. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga þarf að skoða í þessum málaflokki. Núverandi frístundastarf er of miklum sveiflum háð í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Með innleiðingu æskulýðsstefnu má sjá fyrir sér auka kostnað sem mun leggjast á sveitarfélögin en til að þessi innleiðing gangi vel er mikilvægt að málaflokkurinn fái sitt vægi innan ráðuneytisins.

Auka þarf áhrif ungmennaráða félagasamtaka og sveitarfélaga í stefnumótun og ákvarðanatöku. Mikilvægt er að hafa skýra stefnu er varða ungmennaráð sveitarfélaga og auka samvinnu milli kjörinna fulltrúa og ungmennaráðanna.

Upplýsingamiðlar eins og facebook, instagram, snapchat,  heimasíður,  twitter, tölvupóstar og Mentor eru mikið notaðir og mikilvægt fyrir fagfólk að setja sig inn í hvaða miðla krakkarnir eru að nota. Mikilvægt að taka umræðu um siðferðisleg gildi varðandi notkun þessara miðla við börn og unglinga. Verklagsreglur um notkun þessara miðla og myndbirtingar  er mikilvægt að hafa og uppfæra reglulega, þróun tækninnar er svo ör. Mikilvægt að hafa kynningar og námskeið fyrir foreldra og börn um siðferðisgildi um notkun samskiptamiðla. Mikilvægt að virkja og upplýsa foreldra um tómstundastarf sveitarfélaganna.

Fagstéttin er ung þ.e. félags- og tómstundafræðin, það verður að tryggja stöðu og styrkja fagið, því þarf að tryggja aðgengi nema í rannsóknasjóði. Mikilvægt að tengja vel saman háskólavettvanginn og starfsvettvanginn og að rannsóknir styðji við framþróun á vettvangi. Gríðarleg framþróun hefur orðið með þessu námi í háskólanum. Nauðsynlegt að koma vinnu háskólanemanna á framfæri þannig að hún nýtist starfsvettvanginum. Breyta þarf lögum um æskulýðssjóð og opna fyrir frumkvöðla-, sprota- og þróunarverkefni.

Mikilvægt er að upplýsa um stefnumótun í æskulýðsmálum og að farið sé að starfa eftir þessari stefnumótun. Næstu skref er að vinna aðgerðaráætlun og binda við hana fjármagn.  Það er forsenda til árangurs.

Það er mikilvægt að hafa stefnur eins og þessa (stefnumótun í æskulýðsmálum) en það er enn mikilvægara að vinna eftir henni!

 

 

 

Heimskaffi  um innleiðingu stefnumótunarinnar. Sjá niðurstöður úr hópavinnu hér að neðan.

 

  1. Skipulag æskulýðsmála sé samræmt á landsvísu og stuðli þannig að samstarfi allra aðila sem koma að æskulýðsstarfi

Eitt af hlutverkum Æskulýðsráðs er að stuðla að samvinnu félaga, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga um æskulýðsmál. Mun fleiri aðilar (einstaklingar, hópar og fyrirtæki) standa þó um lengri eða skemmri tíma fyrir æskulýðsstarfi. Því er einn af meginveikleikum í skipulagi æskulýðsstarfs á Íslandi skortur á einum sameiginlegum samstarfs- og samráðsvettvangi allra þeirra sem koma að æskulýðsstarfi. Með stofnun sameiginlegs vettvangs yrði til mikilvægur og faglegur málsvari fyrir börn, ungmenni og æskulýðsstarf í landinu. Mikilvægt er að umhverfi og skipulag æskulýðsstarfs sé í stöðugri þróun og taki mið af þörfum samtímans. Því þarf að gera breytingar á skipulagi æskulýðsmála.

Almennt voru þátttakendur sammála um mikilvægi þess að samræma skipulag æskulýðsmála á landsvísu. Nefnt var að erfitt sé að hafa yfirsýn í málaflokknum þar sem vettvangurinn er svo breiður og umfangsmikill og að það þyrfti að útbúa skipurit yfir hann.

Mikið var talað um að það þyrfti skýrari ramma og löggjöf í málaflokknum. Misjafnar skoðanir voru á því hvort æskulýðsstarfi ætti að vera lögbundið verkefni. En flestir voru sammála um að ramminn þyrfti að vera skýr þannig að ef sveitarfélög ætla að bjóða upp á æskulýðsstarf þá þurfi þau að uppfylla ákveðin skilyrði (gæðaviðmið). Með skýrari ramma þá mun þessi geiri fá meiri virðingu og aðrir í kerfinu munu vonandi nýta sér æskulýðsstarfið í meiri mæli. Eins og t.d. skólarnir og félagsþjónustan. Þessi löggjöf gæti falist í breytingu á æskulýðslögum.

Með innleiðinu æskulýðsstefnu má sjá fyrir sér töluverðan auka kostnað sem mun leggjast á sveitarfélögin en til að þessi innleiðing gangi vel er mikilvægt að málaflokkurinn fái sitt vægi innan ráðuneytisins. Fyrr á þessu ári hætti starfsmaður sem hefur sinnt æskulýðsmálunum og það er ekki enn búið að ráða inn nýjan starfamann.

Rætt var um sameiginlegan samráðsvettvang sem talað er um í lið 2 og 3. Þessi samráðsvettvangur var hugsaður sem einhverskonar ÍSÍ æskulýðsmála en þátttakendur í umræðuhópunum lögðu ekki mikla áherslu á slíkan samráðsvettvang heldur frekar árlega samráðsfundi eða þing. Ástæðan var að aðilar sem sinna æskulýðsmálum eru svo ólíkir.

Þátttakendur voru sammála því að lýðræðislegar áherslur þurfi að vera í huga þegar kemur að stjórnun æskulýðsmála og öllu því sem tengist málaflokknum. Nefnt var að innan margra sveitarfélaga er mikil áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð þegar kemur að því að vinna með ungu fólki sbr. ungmennaráð sveitarfélaga, unglingaráð í félagsmiðstöðvum, nemendaráð í grunnskólum og öllu starfi félagsmiðstöðva.

  1. Þátttaka barna og ungmenna í æskulýðsstarfi sé aukin og starfið taki mið af þörfum hvers einstaklings

 

Auka þarf þátttöku barna og ungmenna í æskulýðsstarfi og huga skal sérstaklega að mismunandi þörfum einstaklinga og hópa. Hafa ber í huga að æskulýðsstarf hefur félags-, forvarna-, uppeldis-, menningar- og menntunarlegt gildi. Atbeini hins opinbera skal því stuðla að því að öllum börnum og ungmennum séu tryggð jöfn tækifæri til þátttöku í æskulýðsstarfi án mismununar af nokkru tagi, svo sem vegna kynþáttar,litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns.

 

Mikilvægt að sveitarfélög og ríki stuðli að því að börn og ungmenni geti sótt sér tómstundastarf óháð fjárhag. Tómstundastarf þarf að vera á viðráðanlegu verði. Húsnæði/aðstaða fyrir tómstundastarf þarf að vera til staðar og við hæfi fyrir starfsemina. Börnum í 3. og 4. bekkjum grunnskóla er að fjölga sem taka þátt í starfsemi frístundaheimila. Mikil vöntun er á starfi fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára, sérstaklega til þeirra sem ekki stunda neitt tómstundastarf. Nauðsynlegt að alltaf sé horft til þess að starfsemin höfði til beggja kynja. Huga þarf sérstaklega að því að ná til barna og unglinga af erlendum uppruna og virkja þau í tómstundastarf.

Mikilvægt að virkja og upplýsa foreldra um tómstundastarf sveitarfélaganna.

Hópur 1

-          það er mjög flókið að ná til allra en mikilvægt að ræða það og skoða mögulegar fleiri leiðir.

-          Það er afar mikilvægt að sveitafélög og ríki stuðli að því að börn og ungmenni geti sótt sér tómstundastarf óháð fjárhag. t.d. tónlistarkennsla það er dýrt, sama á við um fimleika. frístundastyrkurinn er dropi í hafið.

-          Tómstundastarf þarf að vera á viðráðanlegu verði.

-          Það er vandamál að fá nóg pláss. Það þarf meira pláss til að mæta þörfum allra. Það breytist þörf eftir skólastigum.

-          Frístundastarfið situr svo oft á hakanum. Húsnæðismál þarf að vera forgangur  ekki fá bara afganga.

-          Umræða um aukningu 3. og 4. bekkingar í frístundaheimilum.

-          áhyggjur um að 9-12 aldurinn sé of mikið heima. Þörf á virkja þau

-          Upplýsingaflæði þarf að vera gott í gegnum skólasamfélagið.

-          Það þarf að vinna markvisst að því að kynna mögulegum starfsgreinum eða tómstund oft mikið lagt uppúr því að það séu bara íþróttafélög

-          Umræða um heita pottinn. Þar er unga fólkið virkjað með því að fá styrk, fá fjármagn til að vinna að hinum ýmsu verkefnum.

-          Það þarf að virkja alla lýðræðislega

Hópur 2

-          Lýðræðisleg þátttaka stelpna er mikil í einni félagsmiðstöð í Reykjavík og það er stöðugt verið að vinna að því virkja strákana.

-          mikilvægt að skipta í minni til að virkja stráka til virkni og þátttöku.

-          það hefur reynst erfitt að virkja foreldra. Það er mjög léleg mæting foreldra þegar þeir eru boðaðir eða boðið að koma

-          það er stöðugt upplýsingaflæði frá skólanum stundum kannski of mikið.

-          Það þarf að velja vel þær upplýsingar sem við sendum út frá félagsmiðstöðvunum.

-          þarf að vinna með viðhorf foreldra til félagsmiðstöðvastarfsins

-          Það þarf að auka upplýsingaflæði til foreldra

-          Það þarf að virkja þau til ábyrgðar (foreldra)

-          Það þarf að vinna með foreldrasamstarf þannig að það byggi á áhuga.

-          Það þarf að passa upp á að börnin fari heim í mat.

-          Frístundaheimili í Reykjavík er í virku samstarfi við íþróttafélög, virkja þau í kórastarf eða tónlistarnám

Hópur 3

-          Það er flókið að greiða aðgengi ungs fólks að stjórnsýslu. Beint samband við t.d. félagsráðgjafa er misjafnt eftir skólum.

-          Það ætti frekar að tryggja þátttöku barna og ungmanna heldur en að auka þátttöku.

-          Það þarf að tryggja það að fjármagn er ekki hindrun á þátttöku. Það er alltaf að hækka kostnaður í íþróttastarf. Sveitafélagið þarf að bregðast við því. Tónlistarstarf er dýrt.

-          Það þarf að setja inn styrkjarkerfi til að auka aðgang þeirra sem eru í lélegri fjárhagsaðstöðu.

 

  1. Börn og ungmenni hafi bein áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir um æskulýðsstarf

 

Í æskulýðslögum segir: „Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku.“ Æskulýðsstarf ætti því að auka félagsfærni og þjálfun til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Mikilvægt er að æskulýðsstarf sé byggt á forsendum barna og ungmenna, þau hafi bein áhrif á málefni sem þau varðar og fái að axla raunverulega ábyrgð.

 

,,Ekkert um okkur án okkar“ ætti að vera viðkvæði þegar unnið er að frítímastarfi fyrir börn. Það kallar á að öll börn séu með í að skipuleggja, ekki bara ,,elítan“ heldur líka þau börn sem erfiðara eiga uppdráttar t.d vegna fötlunar, uppruna, þjóðernis.

Lykilatriðið að sveitafélög fari að innleiða barnasáttmálann, þar koma fram þau atriði sem mikilvægt að hlúa að. Rýna þarf æskulýðslögin og hvort aðlaga þurfi þau að Barnasáttmálanum.

Mikilvægt að ná til jaðarhópsins sem er ekki að skila sér inn í tómstundastarf.

Byrja snemma að kenna börnum og ungmennum að bera ábyrgð á sínu tómstunda- og félagsmálastarfi. Þar læra þau að hafa áhrif og taka ákvarðanir sem vonandi nýtist þeim síðar

Mikilvægt er að hafa skýra stefnu er varða ungmennaráð sveitafélaga og auka samvinnu milli stjórnmálamanna og ungmennaráðanna. Ætti að skylda sveitarfélög til að hafa ungmennaráð?

Mikilvægt að hafa svona stefnur eins þessa (stefnumótun í æskulýðsmálum). Enn mikilvægara að vinna eftir henni!

 

Bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna

Fjölga starfsfólki í félagsmiðstöðum til að geta sinnt öllum hópum .t d fötluðum

Framboðið má taka meira mið af öllum hópum – hentar ákveðnum hópum meira en öðrum.

Opna nemendafélög – opna lýðræðið – ekki bara fyrir fáa útvalda

Meiri sýnileika t. Fyrir foreldra af erlendum uppruna

Bakgrunnur – meiri bakgrunnsupplýsingar um þátttakendur getur hjálpað starfsmönnum.

Félagsmiðstöðvar  - meiri bakgrunnsupplýsingar

Meiri bein samskipti við foreldra t.d. inni í félagsmiðstöðum

Þeir sem ekki taka þátt hvernig getum við nálgast þá  - t.d. börn af erlendum uppruna,

Meiri sýnileika meira sértækt hópastarf. Félagsmiðstöðvar t.d. að vera með meira sértækt hópastarf fyrir alla þá sem ekki finna sig í hefðbundnu félagsmiðstöðvastarfi.

Nú fjölgar börnum af erlendum uppruna – mikilvægt að ná strax til þeirra – þurfa meira af ,,heilbrigðu félagslífi“ og vera þátttakendur í því félagslífi sem jafnaldrar þeirra taka þátt í.

Fyrri börn af erlendum uppruna tekur mjög stuttan tíma að einangrast mikið

Brúa bilið á milli frístundar og félagsmiðstöðvar

Þarf að auka 10-12 ára starf innan félagsmiðstöðva og ramma það inn

Samstarf innan stofnana sveitafélags: – félagsþjónusta – skólar – frístund

Í einni af leiðunum er talað um að ,,Hvetja til virkrar þátttöku beggja kynja í æskulýðsstarfi . Taka út ,, beggja kynja“. Það er óþarfi .

Hópar sem fara verst út eru minnihlutahópar þ.e. fatlaðir , börn af erlendum uppruna og þeir sem á einhvern hátt mega sín minna.

Forvarnarhópar  í lykilhlutverki þ.e hópar sem samansettur eru af fulltrúum félagsmiðstöðva, félagsþjónustu, skóla, lögreglu m.m.

Skilgreind hlutverk þeirra sem vinna á vettvangi en einnig þeirra sem vinna inna félagsþjónustu t.d

,,Ekkert um okkur án okkar“ ætti að vera viðkvæði þegar unnið er að frítímastarfi fyrir börn. Það kallar á að öll börn séu með í að skipuleggja, ekki bara ,,elítan“ heldur líka þau börn sem erfiðara eiga uppdráttar t.d vegna fötlunar, uppruna, þjóðernis m.m 

Hvernig nálgumst við börnin – þau sem ekki eru þátttakendur?

Akureyramódelið – Þar sem markvisst er unnið gegn félagslegri  einangrun. Samatarf á milli grunnskólanna og félagsmiðstöðva.

Skilgreina hlutverk þeirra sem koma að vinnu með börnum

Ábyrgðaraðilar – skilgreina hlutverkin

Samstarf á milli sviða – þarf að vera miklu meira.

Mikilvægt að hafa svona stefnur eins þessa . Enn mikilvægara að vinna eftir henni!

 

Lykilatriðið að sveitafélög fari að Innleiða barnasáttmálann

Jafnan rétt barna – hvernig stöndum við okkur  í dag? Hvað getum við gert betur? Hvernig gerum við betur.

10-12 ára barna starf  má auka það

Frístundaheimilin – hvert er skipulagið

Brotthvarfsbörnin – gildi 10-12 ára starfið gegnir lykil hlutverki í að ná til þeirra sem eru brotthvarfskandidatar

Meiri kröfur á 10 -12 ára starfið  - kemur gat á milli frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar. Þarf að brúa betur bilið

Aukinn stuðningur inni í félagsmiðstöðvastarfið.  Stuðningur dettur niður eftir leikskóla og frístund

Frjálsu félögin hafa ekki stuðning fyrir börnin. Félagsleg liðveisla ætti að ná að sinna þessu hlutverki

Jaðarhópar – þeir sem ekki skila sér inn í starfið hvort sem er í félagsmiðstöðvum, íþróttafélögum, skátum m.a.

Bakgrunnurinn – hvernig náum við til foreldra sem standa á bak við þessi börn

Foreldrar og börn – Fjárhagslegur bakgrunnur. Hann skiptir máli í dag en ætti ekki að gera það.

Fjárhagslegur bakgrunnur – mikilvægt samstarf við grunnskólanna þarna

Frístundastarfsmaður  (félagsmiðstöð – frístundaheimili)   þarf að vera inni í skólanum.

Láta fólk tala saman, þannig að allir tali ,,sama málið“

Samstarfs inna sveitafélaga – frjáls félög – félagsþjónusta  - brjóta niður múra

 

  • Auka lýðræðislega aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun ríkis og sveitarfélaga.
  • Flott hugmynd frá Svíþjóð...nýta sér það.
  • Hafa barnaráð 7 – 9 ára þar byrja börnin fyrst að taka ákvarðanir.
  • Byrja snemma að ræða hluti sem skipta máli í samfélaginu án þess þó að þurfa að taka ákvarðanir. Byrja að ræða.
  • Ungmennaráð hjá Kópavogi og á Akranesi.
  • Búa til skýra stefnu er varða ungmennaráð sveitafélaga.

o    Góða kynningu fyrir ungmennum.

o    Lýðræðisleg kosning.

o    Hlutverk ungmennaráðs.

  • Auka samvinnu milli pólitíkusa og ungmennaráðanna.
  • Byrja snemma að kenna börnum og ungmennum að bera ábyrgð á sínu tómstunda- og félagsmálastarfi. Þar læra þau að hafa áhrif og taka ákvarðanir sem vonandi nýtist þeim síðar.
  • Ungmennaþing.
  • Fólkið sem vinnur með ungu fólki þarf á fá kennslu í að þjálfa börnin í þessari lýðræðislegu þátttöku.
  • Samræma vinnubrögðin milli mismunandi deilda æskulýðsins.

 

 

 

  • Leggja áherslu á aukin lýðræðisleg vinnubrögð í æskulýðsstarfi og þátttöku barna og ungmenna í

allri stefnumótandi ákvarðanatöku.

  • Hafa það sem reglu að öll sveitafélög VERÐI að vera með starfrækt ungmennaráð.
  • Aðlaga æskulýðslögin í samræmi við barnasáttmálann.

 

 

  • Virða og fylgja ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu æskulýðsstarfi og veita börnum

fræðslu um hann.

  • Gefa þarf út tékklista yfir svipaðan og í Lundi því nú er búið að lögfesta barnasáttmálann á langi.
  •  

 

  • Auka áhrif ungmennaráða félagasamtaka og sveitarfélaga í stefnumótun og ákvarðanatöku.
  • Auka hámarksáhrif barna í samfélaginu.
  • Kjörgengi 15 ára.
  • Fá ungmenni inn í ráð og nefndir.

 

 

 

Leiðir: Hvernig framkvæmum við þessar leiðir?

  • Auka lýðræðislega aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Í gegnum hin lögbundna vettvang, í gegnum skólaráð. Þau eiga rétt á félagsstarfakennara og mikilvægt er að vinna í gegnum barnasáttmálann. Málþing fyrir börn og ungmenni eru nauðsynleg sem og ungmennaráðin í allri stefnumótun starfs fyrir þau.

Við þurfum að vera meðvitum um að nota tæknina en margar byltingar sem ungt fólk stendur fyrir hefjast þar.

  • Leggja áherslu á aukin lýðræðisleg vinnubrögð í æskulýðsstarfi og þátttöku barna og ungmenna í allri stefnumótandi ákvarðanatöku.Of mikið lagt áherslu á að leita til foreldrafélaga, þjálfara etc... forræðishyggja og mótun. Leita meira til barnanna með hugmyndir og framkvæmd. Ekki má taka virkni frá börnunum.
  • Virða og fylgja ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu æskulýðsstarfi og veita börnum

fræðslu um hann. Auka þarf fræðslu um sáttmálann. Sáttmálinn verði gerður sýnilegur og byggður upp þannig að sveitarfélögin vinni markvisst eftir honum. Sérstaklega í ljósi þess að búið er að lögbinda hann. Í aðalnámskrá er gerð krafa um að hann sé kenndur. Hvert sveitarfélag þyrfti að móta sér innleiðingaráætlun í sambandi við barnasáttmálann. Aðferðarfræði þeirra sem starfa í Lundi er algerlega til fyrirmyndar og ætti að vera sjálfsögð vinnubrögð.

 

  • Auka áhrif ungmennaráða félagasamtaka og sveitarfélaga í stefnumótun og ákvarðanatöku.

Í Reykjavík eru ungmennaráðin notuð sem hagsmunaaðilar í stefnumótun og er það til fyrirmyndar. Það á að vera vinnureglur að leita ætíð fyrst til barnanna.

 

  1. Fjármögnun æskulýðsstarfs sé trygg og gætt sé jafnræðis við úthlutun fjármagns

 

Fjárhagslegur bakgrunnur þeirra aðila sem standa að æskulýðsstarfi er afar misjafn. Starfsemi á vegum skóla, sveitarfélaga og stærri samtaka byggja á öruggari fjárframlögum á meðan ýmis frjáls félög, hópar og einstaklingar búa við meiri fjárhagslega óvissu. Þennan aðstöðumun þarf að jafna, m.a. með því að auka jafnræði við úthlutun fjármagns.

 

Ná að gera starfið lögbundið þannig að auðveldara sé fyrir starfið að sækja fram en ekki vera alltaf í vörn við fjárhagsáætlanir.

Hvert er hlutverk ríkis og sveitarfélaga í fjármögnun æskulýðsmála?

Hingað til hafa sveitarfélögin verið að fjármagna  starfsemina- verkskipting ríkis og sveitarfélaga þarf að vera til staðar í þessum málaflokki.

Aukin fjármögnun til æskulýðsmála- framvirkir samningar við félagasamtök - stefnumótun til framtíðar - þannig er fjármagn tryggt. Þetta þarf að gera meira hjá sveitarfélögunum - tryggja fjármagn með samningum til ákveðins tíma.  Núverandi frístundastarf of miklum sveiflum háð í fjárhagsáætlunum og stöðu sveitarfélaga.

Upplýsa um stefnumótun í æskulýðsmálum - mikilvægt að farið sé að starfa eftir þessari stefnumótun - aðgerðaráætlun og binda við hana fjármagn.  Forsenda til árangurs.

Breyta lögum um æskulýðssjóð og opna fyrir frumkvöðla, sprota og þróunarverkefni

 

 

 

 

Sprota og þróunarverkefni fyrir ungt fólk t.d. einstaklinga sem eru í jaðarhópum. Hvar sjáum við fjármagnið koma? Meginatriðið væri þá t.d. að auka við fjármagn til æskulýðssjóð og víkka hans heimildir til að veita styrki eða stofna sérstakan sjóð.

Skoða æskulýðsstarfið í heild bæði opinbert starf og frjálsu félagasamtökin. Tryggja að grunnstarfið í frjálsa geiranum sé tryggt líkt og hjá opinberum stofnunum. 

Æskulýðssjóður bæta við fjármagni og skilgreina hvað fer í hvaða átt þannig að núverandi úthlutun tapist ekki heldur verði bætt við í ný verkefni sem hafa ekki fallið undir sjóðinn nú þegar.

Opinberir aðilar hafi möguleika að koma á fót nýjum verkefnum og geta sótt í sjóði og átt möguleika að fá úr þeim þó þeir séu reknir af sveitarfélögum.

Umræða 2

Kynna starfið vel í pólitískum flokkum til að ákvarðanatakan verði meðvitaðri um mikilvægi starfsins. Misjafnt hvernig pólitíkin sér æskulýðsmál. Sum sá bara íþróttafélögin.

Er fjármagnið meira á ábyrgð ríkissjóðs eða sveitarfélaganna?

Ríkið ætti að leggja fé í landssamtök t.d. Kfum, skátar ofl.

Nota ungmennaráðin til að sækja pening í ákveðin verkefni.

Ríkið leggi jafnmikið til æskulýðsfélaga og íþróttasambanda. Eða noti aðrar leiðir til að auðvelda félagasamtökum að reka sig. T.d. afnema virðisaukaskatt í starfseminni.

Umræða 3

Setja aukið fjármagn í æskulýðssjóð.

Setja ramma sem stýrir úthlutun þannig að alir fái eitthvað fjármagn. Fjármagni sé ekki deilt eftir áhugasviði pólitíkusa. Íþróttastarfið vinsælt en hitt tómstundastarfið ekki alltaf vinsælt.

Íþróttastarfið hefur alltaf forskot á annað tómstundastarf.

Vantar verkfæri sem hjálpar bæjarstjórnum að deila fé.

Ná að gera starfið lögbundið þannig að auðveldara sé fyrir starfið að sækja fram en ekki vera alltaf í vörn við fjárhagsáætlanir.

Hvert er hlutverk ríkis og sveitarfélaga í fjármögnun æskulýðsmála?

Hingað til hafa sveitarfélögin verið að fjármagna - verkskipting ríkis og sveitarfélaga þarf að vera til staðar í þessum málaflokki.

Framvirkir samningar

  • Aukin fjármögnun til æskulýðsmála- framvirkir samningar við félagasamtök - stefnumótun til framtíðar - þannig er fjármagn tryggt.
  • Þetta þarf að gera meira hjá sveitarfélögunum - tryggja fjármagn með samningum til ákveðins tíma.  Núverandi frístundastarf of miklum sveiflum háð í fjárhagsáætlunum og stöðu sveitarfélaga.
  • Íþróttafélögin eru komin með ákveðna hefð og ganga að ákveðnu fjármagni.  Erfitt fyrir aðra að sækja inn eins og æskulýðsfélög.  Samningar eiga að gera kröfur um markmið og stefnu. Forvarnargildi höfð í leiðarljósi.  Sveiflurnar, háðar fjármagni = öll langtímaskipulagning flókin.
  • Hugsanlega eru það vel stæðu sveitarfélögin sem geta gert þetta, önnur sveitarfélög í erfiðari aðstöðu fjárhagslega. 
  • Upplýsa þá sem úthluta fjármagni til æskulýðsstarf um mikilvægi forvarnastarfsins - setja á þetta verðmiða hvað það kostar ef til dæmis ef einstaklingur þarf að fara inn í meðferðargeirann.

Félagsmiðstöðvar

  • Fjármagn í takt í við raunverulega mætingu og rannsóknir t.d verndandi þátta t.d í 10-12 ára starf (forvarnastarf).  Fjármagn gæti sparast ef litið er til framtíðar. 

Aðkoma ríkis og sveitarfélag

  • Flest sveitarfélög með þjónustusamninga við félög - ríkið þarf að koma sterkara inn, er að fría sig frá þessum málaflokki. 
  • Íþróttanefnd ríkisins - verið að breyta fjármagni, verið að setja meira inn í afreksstarfið en þá er annað mínusað til dæmis æskulýðssjóðurinn var skertur. Var það gert til að fjármagna afrekssjóðinn?
  • Upplýsa um stefnumótun í æskulýðsmálum - mikilvægt að farið sé að starfa eftir þessari stefnumótun - aðgerðaráætlun og binda við hana fjármagn.  Forsenda til árangurs.

Rannsóknir

Mikið fjármagn úr íþróttasjóði í rannsóknir - hvar er jafnræðið fyrir æskulýðsgeirann?

Sveitarfélög

  • Verið að horfa til lengri tíma, 3. ára áætlun. Hvað verður til skiptanna? Höggið þarf að vera jafnt ef það þarf að skera, ekki bara það ólögbundna.  Misjafnt á milli bæjarfélag hvernig niðurskurður er.

Jafnræði: 

  • Samstarfsamningar við héraðssamtökin um samstarf á mili allra aðila sem koma að starfi barna og unglinga.  Samfella í starfi og hagræðing.  Þetta hefði átt að gerast þegar grunnskólinn var einsetin, þá var tækifærið að samþætta.
  • Samstarfssamningar í hverfi þar sem um stærri bæi er að ræða. 

Æskulýðssjóður

Breyta lögum um æskulýðssjóð og opna fyrir frumkvöðla, sprota og þróunarverkefni.

Börn með sérþarfir - hvar eru þau í æskulýðsstarfinu? 

Lögbundin starfsemi

Kostir: tryggir fjármagn

Gallar - verður ekki eins frjó

 

Markaðsdrifið samfélag

Erfitt að mæla árangur í opnu starfi líkt og í félagsmiðstöðvum. Kostnaðareikna hvað starfsemin kostar t.d. frístundaheimili, félagsmiðstöðvar.

 

  1. Upplýsingar og miðlun upplýsinga sem varða æskulýðsstarf taki mið af þörfum, væntingum og aðstæðum barna og ungmenna

 

Mikil umbylting hefur orðið í miðlun upplýsinga og samskiptum fólks á undanförnum áratugum. Ungt

fólk er að jafnaði duglegt að tileinka sér nýjungar í upplýsinga- og samskiptatækni. Miðlun upplýsinga

og samskipti eiga sér í auknum mæli stað á samfélagsmiðlum. Stjórnvöld og aðilar í æskulýðsstarfi verða að aðlaga umgjörð æskulýðsstarfs og upplýsingamiðlun til barna og ungmenna að þessum breytingum.

 

Upplýsingamiðlar eins og facebook, instagram, snapchat,  heimasíður,  twitter, tölvupóstar, Mentor eru mikið notaðir og mikilvægt fyrir fagfólk að setja sig inn í hvaða miðla krakkarnir eru að nota. Taka umræðuna um siðferðisleg gildi. Verklagsreglur um notkun þessara miðla, myndbirtingar  er mikilvægt að hafa og uppfæra reglulega, þróun tækninnar er svo ör. Mikilvægt að hafa kynningar og námskeið fyrir foreldra og börn um siðferðisgildi um notkun samskiptamiðla.

 

  • Hvernig framkvæmum við þessar leiðir ?
  • Rannsóknir og kannanir, ungmennarráð í Lund = ráðuneytið hér heima
  • Þau miðla til allra = fagleg fréttastofa
  • Matskerfið gæti verið miðlægt
  • Miðla á milli hverfa t.d eins og Reykjavík, velferðarkerfið og félagsþjónustan
  • Könnun í hverfum  eins og Anna Brynja sagði frá,  staða hvers og eins, hvað margir og bakgrunnur.
  • Opnari gagnvart öðrum félagsmiðstöðum = fésið, krakkar þekkjast mun betur á milli hverfa vegna samskipta.

 

  • Meiri upplýsingarflæði á milli skóla og félagsmiðstöðvar
  • Nota þetta til tækifæra til að miðla þess góða
  • Samskipti á netinu, nota tæknina til að miðla (Video)
  • Rafræn félagslegfærni (mjög mikilvægt)
  • Nauðsynlegt að þau fái að skapa, vinna með texta, myndir ogfl.
  • Rafræn mótun fyrir börn og unglinga

 

  • Vandmeð farið hvernig á að nota þetta verkfæri
  • Margar reglur í sambandi við netið
  • Finnland net-félagsmiðstöð, samskipti fyrir þá sem eru einangraðir
  • Vináttufærni
  • Gott að hafa miðil fyrir þá sem eru einangraðir
  • Ákveða hvar þú ert að miðla upplýsingum = margir miðlar.

 

Verið að nota miðlana mikið í dag

Facebook, instagramm, snapchat heimasíður twittert,tölvupóstar, Mentor

Facebook grúbbur fyrir foreldra. Verklagsreglur um hvernig foreldrar eru samþykktir

Til þess að starfólk geti nýtt þessa miðla þarf að uppfæra búnað.

Verklagsreglur um notkun þessara miðla, myndbirtingar og fleira.aða upplýsingum á miðla? Til hverra

Spjaldtölvuvæðing í grunnskólum í Kópavogi, fræðsla til starfsmanna. Eru komin með verklag um birtingu mynda af unglingum

Kynningar og námskeið fyrir foreldra og börn um siðferðisgildi um notkun samskiptamiðla.

Foreldrar verða að vera fyrirmyndir í notkun samfélagsmiðla

Mikilvægt fyrir fagfólk að setja sig inn í hvaða miðla krakkarnir eru að nota. Taka umræðuna um siðferðisleg gildi.

Tæknin er svo hröð að við náum ekki að setja okkur verklagsreglur um notkun. Þarf að vera lifandi starfshópur sem fer þessi mál.

 

  1. Menntun og þjálfun þeirra sem starfa að æskulýðsmálum sé fagleg og stuðli að sífellt auknum gæðum í æskulýðsstarfi

 

Það er sameiginlegt hlutverk ríkis, sveitarfélaga og aðila sem standa að æskulýðsstarfi að auka fagmennsku, menntun og þjálfun á sviði æskulýðsmála. Samfélagslegar kröfur til þeirra sem starfa með börnum í skóla-,íþrótta- og æskulýðsstarfi eru sífellt að aukast. Mikilvæg þróun hefur átt sér stað í þessum efnum. Fyrir rúmum áratug var komið á fót námi í tómstunda- og félagsmálafræði á háskólastigi auk þess sem félagasamtök hafa mörg hver eigið mennta- og þjálfunarkerfi (óformleg menntakerfi) fyrir leiðtoga sína. Brýnt er að auka gæði starfsins enn frekar og stuðla að því að gæði og fagmennska séu leiðarljós í öllu æskulýðsstarfi. Þar er aukin menntun og þjálfun leiðtoga lykilatriði.

 

  • Jafn mikilvægt að finna leiðir til að halda góðu fólki eins og það er að þjálfa nýtt fólk
  • Gríðarlegur munur á starfsfólki sem hefur háskólamenntun
  • Þurfum að setja sem skilyrði að það sé fagfólk á vettvangi

o   Má auðvitað vera í bland en halda í fagfólkið

  • Hrædd við þróunina þegar forustan er tekin út úr starfinu og sett á skólastjórana

o   Við erum með fagfólkið og eigum að stýra og leiða starfið

  • Hvað erum við að tala um þegar við erum að tala um að skilgreina viðmið á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þá óformlegu menntun
  • Hvað er í boði núna?

o   Félagsliðanám símenntun

o   Tómstunda- og félagsmálafræði

o   Sveitarfélögin með námskeið – Oft ósköp lítil menntun

  • Mikil starfsmannavelta

o   Lítil stöðugildi

o   Starfið verður eins og stoppustöð

o   Mikilvægt að halda betur utan um fólk sem kemur stutt

  • Kanski er hálf önnin búin þegar þjálfunin byrjar
  • Flestir vinna bara í 1-2 ár
  • Oft er ekki búið að ráða alla starfsmennina þegar starfsdagarnir fara fram
  • Starfsstaðirnir byrja með starfsdagana sem er oft mjög takmörkuð menntun
  • Í frístundaheimilunum eru stundum starfsmenn að vinna sem hafa ekki einu sinni áhuga á starfinu.
  • Þyrfti að búa til gegnumgangandi námskeið pakka yfir allan veturinn
  • Mikilvægt að gefa starfsfólki hlutverk og ábyrgð svo það eigi í verkefnunum – Í sumum sveitarfélögum fá starfsmenn ekkert að vinna utan opnunartíma og þannig engin námskeið og fræðsla
  • STÆRRI STÖÐUR Í FRÍSTUNDAHEIMILUM – Minni tímabundnar ráðningar
  • Frístundaleiðbeinanda námskeið fyrir starfsfólk

o   Yfirleitt er áhugi fyrir menntun og fræðslu

o   Þeir sem eru að vinna takmarkað eru oft ekki með áhuga á aukinni fræðslu þar sem þeir ætla bara að stoppa stutt

  • Mikilvægt að sveitarfélögin styðji við starfsfólk til að mennta sig áfram og sækja eins og nýju diplómugráðuna hjá tómstundafræðinni.
  • Hvernig eiga viðmiðin að vera og hver á að fylgja þeim eftir í frjálsum félagasamtökum

    Nýr umræðuhópur
  • Byrja á að efla meðvitund þeirra fyrir mikilvægi starfsins – Meira í þessu en að sitja bara og fylgjast með krökkum og passa að þau séu ekki að slást
  • Gefa starfsfólki tækifæri að sækja erindi og fræðslu á launum
  • Símenntun er besta tækið – Fjölbreyttur starfsvettangur og mikilvægt að hafa öfluga símenntun og fagmenntun
  • Fjölbreytni í menntun á starfsstöðvum til að mæta mismunandi verkefnum og einstaklingum
  • Takmörkuð og menntun haldast í hendur – Takmörkun á tækifærum á starfsstöðum fækkar framboð á menntun og áhuga á henni – Takmarkaðar menntunarkröfur sem hægt er að gera til nema sem eru að ráða sig í tímabundið 25% starf í frístundaheimilum
  • MIKILVÆGAST AÐ FJÖLGA 100% STÖRFUM til að vinna gegn starfsmannaveltu
  • Þarf að fara í gegnum sömu þróun og leikskólar þar sem við færum okkur úr því að vera gæslu hlutverk og yfir í menntahlutverk
  • Hvernig finnum við leiðir til að halda í gott fólk er jafn mikilvægt eða mikilvægara að vera alltaf að þjálfa vel nýtt fólk
  • Sértækt nám ekki endilega til bóta því það gæti unnið gegn fjölbreytileikanum
  • Lífsleikni er svo vannýtt afl – Af hverju eru ekki flottir tómstundafræðingar með lífsleiknina og tómstundamenntun. Hugsanleg sókn að nýta til að búa til 100% störf. Setja meiri kröfur á gæði lífsleikni kennslu.
  • Erfitt að ætlast til að halda fagfólki með sérmenntun í 25% starfi
  • Menntun ekki samansemmerki og góður starfsmaður – Fer líka eftir góðum einstaklingum

 

Nýr hópur

  • Mjög mikilvæg þriðja leiðin að skilgreina viðmið og lagarammi fyrir þá aðila sem starfa að æskulýðsmálum.
  • Menntun innan félagsmiðstöðvum og starfsdögum samfés
  • Tómstunda- og félagsmálafræði
  • Mikilvægt að skilgreina mun á tómstunda- og félagsmálafræði í menntaskólum og háskólum
  • Mikilvægt að lögbinda starfsheitið tómstunda- og félagsmálafræðingur
  • Vandamáli liggur líka í starfsheitinu
  •  
  1. Fjölbreytni sé í rannsóknarverkefnum á sviði æskulýðsmála og tryggt að niðurstöður séu nýttar í þágu æskulýðsstarfs

 

Háskólar, rannsóknarstofnanir og aðilar sem standa að æskulýðsstarfi geta stuðlað að aukinni þróun og þekkingu á æskulýðsstarfi með öflugu rannsóknarstarfi. Mikilvægt er að tryggja fjölbreytni í rannsóknum og stuðla að nýsköpun og nýliðun í æskulýðsrannsóknum. Sérstaklega þarf að gæta að því að gögn og niðurstöður séu nýttar með markvissum hætti til þess að bæta og auðga æskulýðsstarf í landinu.

Fagstéttin er ung, það verður að tryggja stöðu og styrkja fagið því þarf að tryggja aðgengi nema í rannsóknarsjóði. Mikilvægt að tengja vel saman háskólavettvanginn og starfsvettvanginn. Rannsóknir styðji við framþróun á vettvangi.

Gríðarleg framþróun hefur orðið með þessu námi í háskólanum. Nauðsynlegt að koma vinnu háskólanemanna á framfæri þannig að hún nýtist starfsvettvanginum.

 

 

  • Háskólasamfélagið, Rannís
  • byggir allt á að fá fjármagn til rannsókna
  • Háskólasamfélagið getur tengt við háskóla í öðum löndum og tengt við aðra þekkingu
  • langbest gert í gegnum háskólanám
  • koma vinnu háskólanemenda á framfæri
  • vinna rannsóknir í samstarfi við sveitarfélagið.
  • opna þarf rannsóknarsjóði fyrir félagsvísindum –
  • rannsóknir verða aldrei gerðar án tengsla við vettvang
  • Ekki langt síðan að námið var kennt sem hluti af ÍKÍ á Laugarvatni.
  • Betri gæði verða til með tímanum með þekkingarsköpun og þróun.
  • Gildi rannsókna er löngu búin að sanna sig
  • í framtíðinni þyrfti þetta nám að stækka frekar til að móta sýna framtíðarstefnu t.d. rannsóknarstöður í samstarfi við hí.
  • Að afla gagna er eitt og að rýna gögnin er svo annað, ef þetta eiga að vera rannsóknir sem standast skoðun þá verður þetta að vera vel gert.
  • Bara það að hafa einhvern til að afla gagna kostar peninga.
  • Sveitarfélögin verða að marka sér stefnu til að setja rannsóknarmál í fastan sess.
  • Mikilvægt er að blanda ekki saman rannsóknum og innra mati- það er í raun ekki rannsókn. Rannsóknir eru þungt verkefni sem þarf að lúta ströngum akademískum kröfum .

 

Hópur 2

  • Lokaverkefni í HÍ – geymist bara inni í skemmu. setja yfirlit yfir nýja útgáfu á rannsóknum á t.d. svona ráðstefnu.
  • Fagstéttin ung verður að tryggja stöðu og styrkja fagið þarf að tryggja aðgengi nema í rannsóknarsjóði.
  • Þarf að sýna stöðu og styrkleika.
  • Rannsóknir sem hafa verið gerðar eru að koma vel út.
  • Þarf að auka rannsóknir.
  • Hver eru gæðin á bak við starfið ? þarf að upplýsa fólk betur um það .
  • Hvað með orðalag í stefnunni? Íslensk æska á það við öll börn á Íslandi sem tala íslensku. Er ekki flottara að hafa bara æska. Fólki finnst svolítil þjóðremba í orðalaginu.
  • Forstöðumenn eða Deildarstjórar fái laun til að rannsaka, geti sótt um styrk.  Regnhlífarsamtök?
  • Starfsmannafélag stofni sjóð til að sækja í fyrir áhugasama starfsmenn.
  • Hafa aðila í ráðuneytinu sem hefur hlutverk að vera í samskiptum við rannsóknaraðila
  • RogG – Sveitarfélögin endurskoði samninga við RogG – Leiti fjölbreyttari leiða til að rannsaka æskulýðsstarf og uppfæri spurningar sínar mv. samfélagslega þróun
  • Rannís með fjármagn vegna rannsókna- auka það.
  • Meira samstarf við fagaðila á vettvangi þegar rannsóknir eru undirbúnar og framkvæmdar.
  • Styðja við rannsóknir á vegum háskólans og nema þar,  sem lúta að æskulýðsstarfi.
  • Grunnforsenda að námið sé meira miðað við yngri börn ef rannsaka á t.d. frístundaheimili.
  • Endurskipuleggja námið: Uppeldis og menntunar fræði, ein deild og síðan hægt að velja innan deildanna, tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu yngri og eldri barna, leikskólakennslu o.s.frv.
  • Rannsóknir nemenda við félags- og tómstundafræðina fái meiri kynningu og umfjöllun.
  • Það þarf að rannsaka, afla gagna um virkilegar þarfir barna og unglinga í hverju sveitarfélagi fyrir sig.
  • Matsferli á þörfum þjónustuþega í hverju sveitarfélagi. Í hverju hverfi fyrir sig í stærri sveitarfélögum.