FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Ársfundur  FÍÆT 2010
haldinn í frístundamiðstöðinni Þorpinu á Akranesi 30. apríl.


Heiðrún Janusardóttir bauð gesti velkomna, hún sagði frá sögu hússins og frá stofnun frístundamiðstöðvarinnar. Starfssemi Þorpsins er margþætt þ.e. ungmennahús, félagsmiðstöð fyrir unglinga og þar fer einnig fram tómstundastarf fyrir fötluð börn.

 

 

Dagskrá.

 

1.         Setning

Bjarni Gunnarsson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

2.         Kosning fundarstjóra og ritara.
Formaður lagði til að Árni Guðmundsson yrði fundarstjóri og Arna Margrét Erlingsdóttir ritari fundargerðar og var það samþykkt.

 

3.         Skýrsla stjórnar.

Formaður las skýrslu stjórnar.

 

4.         Ársreikningar lagðir fram.

Gísli Rúnar Gylfason gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikning félagsins.

 

5.         Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
Ritari benti á að í skýrslu stjórnar vantaði kynningu / ábendingar sem sendar voru til foreldra unglinga um skaðsemi orkudrykkja og orkuskota sem fékk ágæta umfjöllun í Fréttablaðinu.
Í umræðum um skýrslu stjórnar kom m.a. fram að könnun á vegum FFF ( félag fagfólks í frítímaþjónustu) um starfsheiti fólks í frístundastarfi, að frá þeim 7 sveitafélögum sem tóku þátt í könnuninni,  voru 26 mismunandi starfsheiti. Mælt með að þetta verði skoðað frekar.

Indriði sagði frá samstarfi við samband ísl. sveitarfélaga.  Jákvæð þróun að vera komin inn fyrir þröskuldinn hjá sambandinu.

Lögð var áhersla á að kynna hlutverk og uppbyggingu FÍÆT sem er að standa vörð um íþrótta-,  æskulýðs – og tómstundastarf og leggja áherslu á samstarf tengdra aðila. Ekki má gleyma því að við erum fagfélag en ekki skemmtifélag. Þá kom fram að komin væri tími á virkara starf í félaginu og nú sé tími til að breyta og bæta. Rætt um samstarf fagaðila þ.e. FFF, Samfés og FÍÆT og að FÍÆT yrði regnhlíf þessara 3ja fagaðila.

Umræða um ný samtök sem yrðu regnhlífarsamtök yfir öllum þremur, sú umræða leiddi að vangaveltum um það hvort ekki væri verið að dreifa kröfunum of mikið á of mörg félög?? Ragnar lagði fram tillögu um að valin yrði nefnd til að skoða þessi mál frekar.

Rætt um mikilvægi samstarfs við Menntamálaráðuneytið því þverfagleg samvinna sé nauðsynleg.

Minnt á enn og  aftur að við verðum að vera vakandi og láta til okkar taka.

Lagt er til að FÍÆT geri könnun á starfslýsingum starfsfólks, mikið vanti upp á að samræmi sé milli starfslýsinga, kröfur til starfsmanna og röðun í launaflokka .
Ragnar sagði frá nýloknu starfsmati samstarfshóps á vegum BSRB sem ætti að veita möguleika á samræmingu starfsheita. Þá kom einnig fram að málaflokkur fatlaðra er að færast til sveitarfélaga sem þýði minni tengingu við ráðuneytið en áður. Það sé í vaxandi mæli að málaflokkar færist á sveitafélögin.

Umræður um að öryggisreglur sundstaða hafi ekki verið til dreifingar og fram kom að verið væri að vinna við endurskoðun á öryggisreglum sundlauga. Minnt á að nota vef FÍÆT til að geyma upplýsingar sem allir geta nýtt sér – ekki þurfi alltaf að vera að finna upp hjólið!

 

Árni Guðmundsson segir frá tengingu milli  HÍ og FÍÆT. Formað sé að veita viðurkenningu fyrir bestu BA ritgerðina í Tómstunda – og félagsmálafræðum.

 

Ákvörðun tekin af stjórn um að miða ársreikninga við almanaksárið.
Félagið hefur tekið á sig aukinn kostnað vegna vorfunda vegna minni fjárframlaga frá sveitafélögunum.


Ársreikningur borinn upp og samþykktur með orðalagsbreytingum.

Skýrsla stjórnar lögð undir atkvæði og hún samþykkt.

 

6.         Lagabreytingar

Engar tillögur lágu fyrir um lagabreytingar.

 

7.         Fræðsluerindi.

Signý Jóhannesdóttir formaður og framkvæmdastjóri stéttarfélags Vesturlands flutti fundarmönnum kynningu frá stéttarfélagi Vesturlands “ Ungt fólk og atvinnuleysi” Helstu mál sem hún fór yfir voru:

  • Unglingar að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði
  • Vinnuvernd barna og unglinga
  • Lög og skilgreiningar Vinnueftirlitsins
  • Að 15 ára aldri teljast börn
  • Að ljúka 10. bekk teljast unglingar
  • 18 ára og eldri eru ungmenni
  • Nauðsynlegt að gera áhættumat og kynna það
  • www.rettindi.is / kynningarbæklingur
  • Kynna réttindi og skyldur í 8. 9. og 10. bekk
  • Þeir sem eru undir 18 ára aldri fá hlutfall af taxta 18 ára
  • Launakjör breytileg eftir sveitafélögum / lítil sveitafél. / stór sveitafél.

 

Signý ræddi um að sveitafélög eigi að leggja meiri metnað í launakjör, fræðslu og þjálfun. Segir að unnið sé að fyrirmyndar reglugerð sem eigi að vera öllum til handa.

 

Vinnuskólinn.

Er fyrir börn í skyldunámi og eru laun þeirra hlutfall af byrjunartaxta. Spurning hvort megi gera undanþágu frá því og það er leyfilegt gagnvart þeim sem verða 16 ára á starfsárinu.

17 ára verða að fara inn á taxta.

Þegar auglýst eru átaksverkefni á vegum sveitarfélaga verður það að vera í samráði við Vinnumálastofnun.

Umræður um 17 ára aldurshópinn en hann verður útundan í vinnuferlinu. Þau eru samkvæmt lögum börn til 18 ára aldurs. Mega ekki vinna á vegum Vinnuskóla ( of gömul ) og eru og ung til að vinna sem aðstoðarleiðbeinendur á námskeiðum – eiga því mjög erfitt að fá vinnu á sumrin.

Signý segir frá verkefni á vegum Vinnumálstofnunar og Ríkisins en það felst í styrkjum til sveitarfélaga – ekki sé þó búið að forma framkvæmd styrkjanna.

Ragnar segir að 250 milljónir á vegum félagsmálaráðuneytisins séu til sjóð til úthlutunar til starfsátaks verkefna fyrir 16 til 17 ára. Málið sé þó ekki komið lengra að hálfu Ríkisins.

Bent var á í þessu samhengi á samstarfsverkefni VMS og Hafnarfjarðarbæjar, kallað Virkninámskeið fyrir unga atvinnuleitendur 16 til 24 ára.

Það kom fram að samkvæmt könnun meðal ungs fólks að 62% 25 ára hafi lokið framhaldsskólanámi og  48% séu án framhaldsskólanáms.

 

Signý segir samstarfsaðila óskast við Vinnumálastofnun og í því felist m.a.

  • Hugmyndir að átaksverkefnum
  • Sjálfboðsliðastörf
  • Starfsþjálfun fyrir ungt fólk / ungmenni
  • Fólk í atvinnuleit

 

Umræður um verkefni til athafna.

Það kom fram athugasemd um að VMS haldi fjármagni of mikið hjá sér í stað þess að deila því út til þeirra sem búa yfir aðstöðu til að skapa verkefni fyrir þennan aldurshóp, dæmi: Hitt Húsið og samstarfsverkefni við Hafnarfjarðarbæ.

Í þessu felist vissulega góð og vönduð vinna, þó verkefnum sé hrint af stað sem skammtímalausn. Líklegt er talið að á þriðja þúsund ungmenni 16 til 25 ára muni verða atvinnulaus 2011. Umhverfið vinni gegn okkur þar sem fjármagn sé veitt til skamms tíma.

Þá kom einnig fram að átaksverkefni eru til að skapa vinnu – koma ungmennum á fætur á morgnana,  og það skipti miklu máli að búa vel að 16 til 20 ára aldurshópnum. Þetta er hópurinn sem lendir inni á borðum Félagsmálastofnunar til lengri tíma litið, sé ekki haldið vel utan um þennan hóp.

Signý hvetur fundarmenn til að hafa samband við VMS til að fá frekari upplýsingar og lýkur kynningu sinni með slagorðunum “ Við viljum vinna!”

 

Árni Guðmundsson kynnti námskrá / námsval í Tómstunda- og félagsmálfræðum. Námið hvetji til meiri fagmennsku  “ á gólfinu”. Vaxandi möguleikar á að fagfólk verði valið í pólitískar nefndir sem vinna að æskulýðs – og tómstundamálum. Árni vill meina að fagfólkið eigi að loknu máli að kallast félags – og uppeldisfræðingar. Árni kynnti einnig nokkur BA verkefni tómstundafræðinnar og hvetur “ gamla refi” eins og hann kallar þá sem starfað hafa lengi við málaflokkinn, til að hefja mastersnám – við séum alltof faglega hógvær!

Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR kynnir tómstundafræðinám við Borgarholtsskóla. Hann segir “conseptið” vera að stækka. Einingar í náminu fáist metnar til stúdentsprófs. Auglýsing um námið verður send út og biður Gísli fundarmenn að taka málinu vel og áframsenda til þeirra er málið varðar.

 

8.         Kosning stjórnar, forseta og skoðunarmanna.

Bjarni Gunnarsson formaður Dalvík

Arna Margrét Erlingsdóttir Kópavogur

Ragnar Örn Pétursson Reykjanesbæ

Gísli Rúnar Gylfason Fjallabyggð – kosinn forseti

Ása Þorsteinsdóttir / Klaustri.

Varamenn.

Alfa Aradóttir Akureyri

Jóhann Rúnar Pálsson Norðurþing.

 

Skoðunarmenn reikninga.

Haukur Geirmundsson Seltjarnarnes

Jón Júlíusson Kópavogur.

 

9.         Ákvörðun um árgjald

Jón Júlíusson lagði fram tillögu um að árgjald verði lagt niður. Jón dró tillöguna til baka og mæltist til þess að stjórn fjalli um framlög félagsins til aðalfundar og þess forseta sem sér um aðalfund ár hvert. Einnig að farið verði ofan í þau mál hvernig fjármunum félagsins verði varið t.d. til námskeiða og ráðstefnuhalds.

Samþykkt að árgjald verði hið sama, 20.000 kr.

 

5.         Önnur mál

 

Ragnar las upp tillögu um 5 manna vinnuhóp til að skoða og gera tillögur að snertiflötum  milli FÍÆT, Samfés og FFF.  (skjal merkt 2). Tillagan var samþykkt.

 

Settar voru fram vangaveltur frá stjórnarfundi fyrr í vetur um að vinna að starfaskrá fyrir félagsmiðstöðvar þ.e. tilgang og markmið. Fram kom að  þau gögn eru til og bent á að ÍTR hafi fengið slíka skrá frá ÍTH á sínum tíma. FÍÆT félagsmenn munu fá gögnin send, eins verður vefstjóra send göngin til aðgengis á heimasíðu FÍÆT. Lög var áhersla á að nota vefinn til að miðla upplýsingum.

 

Ábendingar komu fram á að ráðstefna um æskulýðs – og tómstundamál nú á sama tíma og vorfundurinn er og óskar eftir að stjórn að leita upplýsinga um hverju það sætti að félagið stendur utan við þegar kemur að málum íþrótta – æskulýðs –og tómstundamála.

 

Einnig kom fram ábending, varðandi mál sem stjórn er falið að vinna áfram, að þau séu svo afgreidd af  félagsmönnum á næsta vorfundi á eftir.

 

Þá komu fram tilmæli til fundarmanna að kröfur verða að vera raunhæfar gagnvart þeim sem koma að stjórnarmálum fyrir félagið, hér sé fólk sem er í fullu starfi hjá sínu sveitarfélagi og gefi tíma sinn til stjórnarstarfa. Ítrekað var við fundinn að hollt sé að líta sér nær og vera ekki sífellt að atast út í ráðuneytið.

 

Viðurkenningar – Gullmerkið.

Indriði Jósafatsson fékk gullmerki FÍÆT afhent vegna langs starfsaldurs og starfa í þágu félagsins. Haukur Helgi Þorvaldsson á Höfn fékk afhent gullmerki en hann er að láta af störfum eftir áratuga starf og kveður af þeim sökum félagið.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið
Fundargerð ritaði Arna Margrét Erlingsdóttir.