FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Fundargerð Aðalfundur FÍÆT á Rósenborg á Akureyri 15. maí 2015
Aðalfundur FÍÆT á Rósenborg á Akureyri 15. maí 2015

Mættir: Gunnar Eysteinn Árborg, Hafþór Reykjanesbæ, Jónína Brá Seyðisfjörður, Jón Júlíusson Kópavogur, Haukur Fjallabyggð, Arnsteinn Vestmannaeyjar, Linda Kópavogur, Edda Mosfellsbær, Heiðrún Akranes, Sigrún Snæfellsbær, Kári Garðabær, Ingibjörg Eyjafjarðarsveit, Kjartan Norðurþing, Jóhanna Hveragerði, Þorsteinn Grindavík, Hilmar Sandgerði, Gísli Dalvík, Guðbrandur Garður,  Tjana Ennigaard Húnaþing, Ragnar Ölfus, Valur Samband ísl. sveitarfélaga, Ellert  Örn Akureyri, Alfa Akureyri, Agnes í Stykkishólmi, Adda Steina Fljótdalshérað, Esther Hólmavík, Guðni Búðardalur, Ragnar Örn Reykjanesbær og Soffía Reykjavík sem ritaði fundargerð. Fundur settur kl. 14.30.

 

  1. Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar setur fundinn og býður félagsmenn hjartanlega velkomna.
  2. Formaður Ragnar Örn Pétursson setti fund.
  3. Jón Júlíusson kjörinn fundarstjóri og Soffía sem fundarritari. Samþykkt samhljóða.
  4. Ragnar Örn flutti skýrslu stjórnar sjá fylgiskjal 2.
  5. Reikningar félagsins voru kynntir og fór Ragnar Sigurðsson yfir þá. Umræður um reikninga og Ragnari hrósað fyrir góða uppsetningu.  Skýrsla og ársreikningar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  6. Lagabreytingar engar.
  7. Fræðsluerindi voru haldin fyrir aðalfund:
  8. Fagmennska í frítímaþjónustu – sértækt hópastarf samvinna innan kerfis. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála, Anna Guðlaug Gísladóttir, Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafar.
  9. Íþróttir og tækifæri. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála.
  10. 16-25 ára – ungt fólk án virkni-brottfall, ungt fólk á framfærslu. Orri Stefánsson, verkefnistjóri atvinnumála ungs fólks.
  11. Gönguferð og kynning um Rósenborgarhúsið.

 

  1. Kosning stjórnar. Ragnar formaður var kjörinn til tveggja ára í fyrra og situr því áfram. Ragnar og Bragi sem hafa setið s.l. 2 ár og eru í framboði aftur til 2 ára. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sigrún situr áfram í eitt ár til viðbótar og Soffía sem tók sæti Jóhanns er tilbúin að sitja í eitt ár. Samþykkt. Varastjórn: Linda hefur verið í varastjórn og er tilbúin að sitja áfram auk hennar býður Agnes í Stykkishólmi sig fram í varastjórn. Skoðunarmenn reikninga hafa verið Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson, þeir bjóða sig fram aftur og það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  2. Árgjald hefur verið 25.000 kr. og lagt er til að gjaldið sé óbreytt áfram. Samþykkt samhljóma.
  3. Kosningu um forseti Pálma  frestað, skýrist á næsta stjórnarfundi.
  4.  Önnur mál:
  5. Soffía sagði frá fyrirhugaðri ráðstefnu um íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamál sem  haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október kl. 9-15. Markhópur ráðstefnunnar eru: Starfsmenn sveitarfélaga sem starfa að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum, stjórnmálamenn í sveitarstjórnum, fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, háskólasamfélagið o.fl. Inntak ráðstefnunnar verður um nýja stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018, innleiðing og aðgerðaráætlun hennar og síðan málstofur um ýmis fagleg málefni í frístundaþjónustu sveitarfélaga s.s. gæðaviðmið í frístundaþjónustu sveitarfélaga, Barnasáttamálinn, Tómstundahandbók. Að ráðstefnunni standa Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samfés. Ráðstefnan verður kynnt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í lok september. Undirbúningsnefnd er að störfum og í henni sitja f. h. FÍÆT: Soffía og Ragnar, Samfés: Victor, FFF: Heiðrún og Samband íslenskra sveitarfélaga: Valur.
  6. Soffía sagði frá gæðaviðmiðum um frístundastarf sem unnið er að í Reykjavík fyrir starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Þau verða kynnt á ráðstefnunni 16. október.
  7. Soffía sagði frá starfsskrá frístundamiðstöðva í Reykjavík og dreifði bæklingum en  þar koma fram leiðarljós o.fl. í frístundastarfi í Reykjavík.
  8. Heiðrún ræddi um að nú þegar Erlendur er hættur í starfi deildarstjóra æskulýðsmála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ekki er ljóst hvernig skipulag innan ráðuneytisins er að þróast  varðandi málaflokkinn þ.e. æskulýðsmálin.  Ákveðið að fundurinn semji ályktun til að senda til ráðherra.
  9. Heiðrún benti einnig á að mikilvægt væri að stjórn FÍÆT setti sér framkvæmdaáætlun þ.e. hún setji sér áætlun um verkefni ársins. Þorsteinn lagði til að stjórnin undirbúi stefnumótun félagsins til vinnslu á næsta aðalfundi. Alfa lagði áherslu á innleiðingu Barnasáttmálans og að FÍÆT hugleiði hvaða hlutverk félagið hefur í tengslum við innleiðingu hans?
  10. FÍÆT í nútíð og framtíð: Skipt upp í tvo hópa: umræður um fræðsluferð FÍÆT  í öðrum hópnum, hvert ætti að  og í hinum um framtíðarsýn félagsins- FÍÆT í nútíð og framtíð? Ritarar tóku niður punkta sem var skilað til stjórnar til úrvinnslu.

Sjá punkta frá Esther og Gunnari riturum hópanna í fylgiskjali 1

 

Áskorun til Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra.

FÍÆT, félag íþrótta -, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi skorar á mennta – og menningarmálaráðherra að ráða á ný í stöðu deildarstjóra íþrótta- og æskulýðsdeildar innan ráðuneytisins. Eins og fram kemur í Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018  skal skipulag æskulýðsmála vera samræmt á landsvísu og stuðla þannig að samstarfi allra aðila sem koma að æskulýðsstarfi. Samkvæmt stefnumótuninni ber mennta- og menningarmálaráðuneytið ábyrgð á eftirfylgninni. Deildarstjóri gegnir þar lykilhlutverki í samstarfi við sveitarfélög, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila. Börn og ungmenni landsins eiga rétt á faglegum málsvara í æskulýðsmálum innan  mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Áskorunin samþykkt samhljóða og mun stjórn senda á viðeigandi aðila.

Fundi slitið kl. 17.02

 

 

Fylgiskjal 1 úrvinnsla úr hópavinnu:

Ferðir og fræðslumál

Fræðslumál: Haustfundur sem verið hefur á fundi í ráðuneytinu á vegum erlendar. Lagt til að fundurinn væri nýttur til að skoða mannvirki, stofnanir og starf á vettvangi.

Ferðir:

  • Ekki er raunhæft að fara í ferð á næsta ári þar sem Esther Ösp verður í fæðingarorlofiJ
  • Eins þarf meiri tíma til að undirbúa ferðina og gott að stefna að því að fara eftir tvö ár.
  • Lagt til að farið verði á íþróttaáhaldasýningu í Stuttgart
  • Mikilvægt er að sinna báðum hópum, bæði íþróttafulltrúum og tómstundafulltrúum.
  • Ferðirnar geta verið ýmist að hausti og þá innlimað haustfund í ferðina
  • Þykir raunhæft að stefna á ferð að hausti 2016.
  • Reynt að finna hentuga tímasetningu en komist að þeirri niðurstöðu að frekar eigi að einblína á hvað sé í gangi úti í heimi.
  • Skynsamlegast þykir að einblína á Norður-Evrópu til að tryggja að við getum heimfært fræðsluna á okkar starf
  • Hugmynd um Belgíu en þar starfar víst íslensk kona í félagsmiðstöð
  • Þar væri einnig möguleiki ða kynna sér starf Evrópusambandsins á æskulýðssviði.
  • Samband sveitarfélaga á starfsmann, í Brussel. Valur kannar það.
  • Hugmynd um að hafa samband við EUF og spyrja þau út í hugmyndir um áfangastaði.
  • Möguleikinn á að fá styrk hjá Evrópusambandinu ræddur en líklegt þykir að ferð þessa hóps væri styrkhæf.
  • Talað um að stefna á stóra ráðstefnu, ekki einskorða okkur við einstaka mannvirki. Þannig verður hægt að miðla reynslunni okkar á milli.
  • Lagt til að stofnuð verði nefnd eða starfshópur til að skipuleggja fræðsluferð.

 

Fíæt í nútíð og framtíð

Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórn að hefja vinnu við stefnumótun félagsins. Óskað er eftir að drög að þessari vinnu verði lögð fyrir haustfund félagsins 2015.

Kjarni sem hægt er að byggja á:

  • Æskulýðslög
  • Félagsþjónusta
  • Barnasáttmálinn
  • Stefnumótun í æskulýðsmálum
  • Stefna í íþróttamálum
  • Önnur lög og reglur sem tengjast málaflokknum
  • Óskir félagsmanna um mikilvæg verkefni sem hafa komið fram á fundum

 

Fylgiskjal 2, skýrsla stjórnar.

Skýrsla stjórnar FÍÆT starfsárið 2014-2015

Ágætu félagar,

Starf stjórnar hefur verið með eðlilegum hætti þetta starfsár. Almenn ánægja var með aðalfund okkar sem haldinn var á Egilsstöðum í maí á síðasta ári. Ég vil ítreka þakkir stjórnar til Óðins og hans starfsmanna fyrir frábærar móttökur á Egilsstöðum.

Á síðasta aðalfundi fór Soffía Pálsdóttir yfir niðurstöður vinnuhóps vegna aðildar að FÍÆT og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að útvíkka  félagaaðild að FÍÆT. Á þessu ári hafa komið tvær fyrirspurnir um inngöngu í félagið en þar er um að ræða starfsmenn Ungmennasambands sem er með samning við sveitarfélagið um umsjón málaflokkanna tómstundir og íþróttir. Þessum beiðnum var hafnað,  þar sem þær samræmast ekki lögum félagsins. Það er þó jákvætt að félögum hefur fjölgað, en einnig höfum við þurft að sjá á eftir góðum félögum.

Eftir síðasta aðalfund skipti stjórnin með sér verkum, Ragnar Örn formaður, Ragnar Sigurðsson gjaldkeri, Bragi Bjarnason ritari, Sigrún Ólafsdóttir meðstjórnandi og Jóhann Pálsson meðstjórnandi. Í varastjórn Soffía Pálsdóttir og Linda Udengaard.

Á árinu hafa verið haldnir fimm stjórnarfundir, auk fjölda tölvupósta sem  farið hafa á milli stjórnarmanna. Jóhann Pálsson á Húsavík tilkynnti stjórn í haust að hann væri að taka við starfi skólastjóra  Þingeyjarskóla, hefði fengið ársfrí og ætlaði einnig að taka sér frí frá stjórnarstörfum í FÍÆT. Soffía Pálsdóttir varamaður kom inn í aðalstjórn í hans stað.

Þá er vinna við  tómstundabókina í gangi og hefur Alfa verið okkar fulltrúi þar og er nauðsynlegt að fara að sjá fyrir endann á því verkefni.

Í kjölfarið á tillögu vinnuhóps á síðasta aðalfundi var ákveðið að hefja undirbúning að ráðstefnu um Æskulýðs-og tómstundamál. Í janúar var sent erindi til Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Samfés og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Frá FFF er Heiðrún Janusardóttir, frá Samfés er Victor Berg Guðmundsson og frá Sambandinu er Valur Rafn Halldórsson. Fulltrúar FÍÆT eru Ragnar Örn og Soffía.

Starfshópurinn hefur haldið tvo fundi auk þess sem Ragnar Örn og Soffía áttu fund með Halldóri Halldórssyni formanni Sambands íslenskra svietarfélaga og starfsmönnum þar um fyrirhugaða ráðstefnu og samskipti FÍÆT og Sambandsins. Var það mjög góður fundur. Á honum bauð Halldór okkur að koma á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 25. september og vera með kynningarbás fyrir félagið. Ráðstefnan verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 16. október og mun Soffía hér seinna á fundinum fara nánar yfir hana.

Formaður sendi Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra tölvupóst í lok mars og óskaði eftir því að hann myndi setja ráðstefnuna föstudaginn 16. október. Einnig óskaði ég eftir fundi með ráðherra til að ræða m.a. nýja æskulýðsstefnu og samskipti FÍÆT og ráðuneytisins, nú þegar Erlendur hefur látið af störfum. Ekkert svar hefur borist.

Allir núverandi stjórnarmenn sem eru í kjöri hafa ákveðið að gefa kost á sér áfram. Stjórn óskaði eftir því að Gísli á Dalvík tæki að sér umsjón heimasíðunnar og félagatalið sem hann hefur gert með miklum myndarskap. Félagar eru hvattir til að senda efni til Gísla og láta vita um allar breytingar varðandi póstlistann.

 

Undirbúningur þessa aðalfundar hefur verið í góðu samstarfi við félaga okkar Ölfu og Ellert og ekki er verra að Eiríkur bæjarstjóri er fyrrverandi FÍÆT félagi. Ég veit að við munum eiga eftirminnilega helgi hér á Akureyri.

Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka ykkur fyrir samstarfið á árinu og bjóða nýja félaga velkomna til liðs við okkur.

 

                                                                       Ragnar Örn Pétursson formaður FÍÆT