FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Fundagerð aðalfundur FÍÆT haldinn á Seltjarnarnesi 14.apríl 2016

Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarness býður alla velkomna á fundinn.

Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarnesbæjar fer yfir starfsemina í íþrótta- og æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi.

 

  1. Stjórn FÍÆT býður fundarmenn velkomna og leggur til að Stefán Bjarkarson verði fundarstjóri og Bragi Bjarnason fundarritari aðalfundar. Samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri leggur til að allir fundarmenn kynni sig sem allir gera.

 

  1. Skýrsla stjórnar 2015-2016

Bragi Bjarnason les upp skýrslu stjórnar. (Fylgiskjal 1)

 

  1. Ársreikningar FÍÆT.

Ragnar Sigurðsson fer yfir ársreikninga félagsins. Fram kom að tekjur félagsins árið 2015 hefður verið 2.083.163 kr. Gjöld voru á móti 1.308.604 kr. Staða félagsins er mjög góð en 3.163.431 kr. eru til á reikningum félagsins.

 

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga

 

Skýrsla stjórnar:

  1. Kári Jónsson hrósar fyrir góða ráðstefnu sl. haust og fer yfir að þetta sé einmitt farvegur sem félagið eigi stefna áfram á.
  2. Soffía Pálsdóttir fer yfir að einhverjar brotalamir hafi verið á að skýrslan um niðurstöðu ráðstefnunar hafi komist inn í fagnefndir sveitarfélaga. Níu fundarmenn upplýsa að skýrslan hafi fengið umræðu hjá sér en aðrir eru beðnir að fylgja málinu eftir í sínu sveitarfélagi.
  3. Margrét fer yfir hvað það skipti miklu máli að félagið sé sterkt og að ef einhver dettur út t.d. vegna veikinda þá er fólk tilbúið að stíga inn og aðstoða.
  4. Alfa minnir á samning sem var gerður við Háskóla Íslands og að hann sé nýttur fyrir félagið.
  5. Linda upplýsir að hún hafi verið í sambandi við Háskóla Íslands vegna endurmenntun og vonar að næsta stjórn sé tilbúin að vinna það mál áfram.
  6. Valur Rafn fer stuttlega yfir hans störf hjá sambandinu og hann sé tekin við
  7. Þorsteinn Gunnarsson fer yfir að það sé mikilvægt að vinna við stefnumótun félagsins og vonar að það komist á dagskrá sem fyrst.
  8. Kjartan Páll ræðir um starfið almennt. Oft lítið svigrúm hjá minni sveitarfélögum til að gefa starfsmönnum svigrúm til að vinna t.d. að stefnumótun og öðrum faglegum þáttum.
  9. Óskar Þór fer yfir hvað sé í gangi hjá ráðuneytinu og minnir á punkta sem verða ræddir betur á fundi eftir hádegishlé.

Ársreikningur:

  1. Ingibjörg nefnir að gott væri að setja fram fjárhagsáætlun fyrir fyrirliggjandi ár. T.d. að hafa þá með í ársreikningum.

 

  1. Skýrsla stjórnar og ársreikningar lögð fram til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar eru á dagskrá.

 

  1. Kosning stjórnar
  2. Formaður. Bragi Bjarnason er einn í kjöri til formanns og er kosin með lófaklappi.

 

  1. Stjórnarkjör. Kjósa þarf um 3 sæti í stjórn og eru Soffía Pálsdóttir, Linda Udengárd og Gísli Rúnar Gylfason í framboði. Öll kjörin með lófaklappi.

 

  1. Varastjórn. Kosið um tvo í varastjórn. Agnes Sigurðardóttir og Stefán Arinbjarnarson kosin með lófaklappi.

 

  1. Skoðunarmenn. Lagt til að Haukur Geirmundsson og Jón Júlíusson verði skoðunarmenn reikninga. Samþykkt samhljóða með lófaklappi. 

 

  1. Önnur mál    

-          Gullmerki FÍÆT

Stjórn FÍÆT leggur til að Ragnar Örn Pétursson, fráfarandi formaður verði sæmdur gullmerki FÍÆT fyrir störf sín sl. 18 ár í þágu málaflokksins fyrir sitt sveitarfélag og FÍÆT. Samþykkt samhljóða.

Ragnar Örn gat ekki verið á staðnum en fær merkið afhent við fyrsta tækifæri.

 

-          Ferðanefnd – fræðsluferð FÍÆT erlendis

Linda Udengárd fer yfir hugmyndir stjórnar að fræðslu- og skoðunarferð.

o   Rætt um að fara annaðhvort að hausti eða vori og tengja við aðalfund eða haustfund.

o   Haukur Geirmundsson leggur til að skipuð verði ferðanefnd sem leggi til stað og tíma.

Linda spyr fundinn hvort haust eða vor sé betra til fræðsluferðar. Fram kom að það skipti ekki máli hvort er og ferðanefndinni væri falið að leggja til stað og dagsetningu fyrir ferð árið 2017.

Ferðanefnd skipa:

Margrét Sigurðardóttir, formaður

Gísli Rúnar Gylfason

Þorsteinn Gunnarsson

                        Nefndin skili af sér tillögu til stjórnar í september 2016.

-          Umræða um tímasetningu aðalfundar og haustfundar FÍÆT.

Soffía Pálsdóttir fylgir málinu úr hlaði og óskar eftir umræðu um málið.

Haukur G. fer yfir að auðvitað eigi félagið að grípa tækifærið þegar aðrir aðalfundir fagfélaga eru á sama tíma að vinna það saman með þeim. Hins vegar þarf að hafa í huga að hluti af þessu er að kynnast öðrum sveitarfélögum og það þurfi að gefa fundinum tíma þannig að bæði sé hægt að funda og kynna sér starfsemi þess sveitarfélags sem heldur fundinn. S.s. að halda sig við 2 daga.

 

Guðbrandur segist sammála Hauki og nefnir að þetta séu mikilvægir fundir fyrir félagsmenn og nefnir sína reynslu af því.

 

Gísli nefnir að fyrir 4 árum hafi verið gerð könnun og þar kom fram að félagsmenn vildu halda sig við 2 daga aðalfund.

 

Alfa og Jóhanna taka undir þetta og nefnir Jóhanna að hún hafi byrjað sem maki og hafi mjög jákvæða upplifun af þessum fundum.

 

Kári Jónsson nefnir mikilvægi þess að við hittumst og fáum tækifæri til að spjalla og skoða hvað aðrir eru að gera.

 

Margrét, Linda og fleiri taka undir það sem á undan er komið og nefna hvort að eigi að horfa frekar til fimmtudags og föstudags í stað fös. og lau.

 

Jón Júlíusson fer aðeins yfir söguna og nefnir að haustfundurinn gæti orðið enn meiri fræðslufundur þar sem t.d. stefnumótanir væru skoðaðar.  Aðalfundurinn sé svo meira til að hitta nýja og gamla félaga, skoða aðstöðu og styrkja samböndin milli sveitarfélaga.

 

Stjórn FÍÆT leggur eftirfarandi til:

 

Aðalfundur FÍÆT 14.apríl 2016 samþykkir að stjórn FÍÆT skipuleggi aðalfund félagsins 2017 sem tveggja daga fund í samræmi við lög félagsins og þær umræður sem fóru fram á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

-          Umræða um stefnumótun félagsins

Soffía Pálsdóttir leggur til að á haustfundi félagsins 2016 verði stefnumótun félagsins í forgrunni og að allir félagsmenn fái tækifæri til að koma að því verkefni.

 

Valgerður Bjarnadóttir fer yfir þá vinnu sem er í gangi í ráðuneytinu. Horfa til ársins 2017 í þeim efnum að þá verði til einhver gögn

 

-          Ályktun aðalfundar um ráðstefnuna „Frítíminn er okkar fag“

Stjórn FÍÆT leggur fram eftirfarandi ályktun:

 

Aðalfundur FÍÆT haldinn 14.apríl 2016 vill koma á framfæri þakklæti til Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Samfés – samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi og Sambands íslenskra sveitarfélag fyrir samstarfið við skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar “Frítíminn er okkar fag” sem haldin var 16. október 2015 í Laugardalshöll.

Samstarfið var ánægjulegt og gekk mjög vel, það er von FÍÆT að þessir samstarfsaðilar geti unnið aftur að sambærilegum viðburðum sem styrkja og bæta íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálaflokkana. 

 

Að loknum formlegum aðalfundi var Ingrid Kuhlman með fyrirlestur um hvatning og starfsánægja.

Að loknum hádegisverði var síðan fundur með íþróttanefnd og íþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðuneytisins og var „Stefnumótun í íþróttamálum“ til umræðu.

 

Fundagerð ritaði Bragi Bjarnason