FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

2. fundur stjórnar FÍÆT 2018-2019.

Símafundur 29. janúar 2019 kl. 13:30

Mætt: Bragi, Bylgja, Gísli Rúnar, Ólafur Örn, Ragnar og Rut.

Mál á dagskrá

  1. Breytingar á stjórn 2018 – 2019

Stefán Arinbjarnarson hefur hætt störfum hjá Sveitarfélaginu Vogum og því er ákveðið að boða báða varamenn á stjórnarfundi fram að næsta aðalfundi FÍÆT sem haldinn verður í lok apríl nk.

Varamenn eru Ólafur Örn og Rut.

  1. Aðalfundur FÍÆT 29-30.apríl nk.

Aðalfundur haldinn í Árborg í beinu framhaldi fræðsluferðar til Finnlands.

Fyrirkomulag aðalfundar verður með svipuðu sniði og hefur verið síðustu ár. Bragi setur niður praktískar upplýsingar og sendir út póst til félagsmanna. Stjórn raðar saman formlegri dagskrá og þeirri fræðslu/erindum sem boðið verður upp á.

  1. Fræðsluferð til Finnlands 23-27. apríl

FÍÆT niðurgreiðir ferðina um 50.000 krónur á haus fyrir þá félagsmenn sem í ferðina ætla. Skráning fer fram hjá Gísla Rúnari, sem heldur utan um málið fyrir hönd stjórnar.

  1. Ósk um þátttöku í samráðshópi vegna barnaþings haustið 2019

Stjórn tekur að sér að finna aðila úr röðum FÍÆT til þátttöku í samráðshópi vegna barnaþings.

  1. Verkefni frá aðalfundi
  2. Lögfesting á starfsheitum

Rætt m.a. um starfsmatið sem er í gangi hjá BHM og mál því tengt. Ákveðið að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu sem á að ljúka núna fljótlega og hvort félagið geti nýtt það til að festa betur niður starfsheiti félagsmanna.  

  1. Önnur mál

Enginn önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:05.

Bylgja Borgþórsdóttir ritaði fundagerð.