FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

1. fundur stjórnar FÍÆT 2020-2021. Teamsfundur haldinn 17. nóvember 2020 kl. 10:00

Mætt: Gísli Rúnar, Kjartan, Amanda, Ragnar og Rut.

Mál á dagskrá

  1. Verkaskipting stjórnar

Gísli Rúnar Gylfason var kjörinn formaður á aðalfundi félagsins og situr næstu 2 ár.

Stjórna skiptir með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Amanda K Ólafsdóttir: meðstjórnandi
Kjartan Páll Þórarinsson: Ritari

Ragnar M Sigursson: Gjaldkeri
Rut Sigurðardóttir: Varaformaður

 

  1. Ályktun stjórnar vegna Covid

Aðalfundur óskaði eftir því að stjórn myndi senda frá sér ályktun á þá leið að standa vörð um málaflokkinn.

Stjórn samþykkir að senda ályktun í gegnum sambandið og koma til skila á sveitarfélög landsins. Gísli setur upp drög að bréfi og stjórn mun rýna í bréfið og senda í sínu nafni. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.


Samþykkt samhljóða

 

  1. Áskorun vegna ástands mála á Seltjarnarnesi

Gísli Rúnar, kynnti fyrir stjórn drög að opnu bréfi til bæjarstjórnar Seltjarnarnes um stöðu mála á Seltjarnarnesi. Bréfið verður sent í nafni stjórna FÍÆT, Samfés og FFF.

Drög bréfs eru Samþykkt samhljóða og Gísla er falið að vinna málið áfram.

  1. Fundur með umboðsamanni barna vegna ungmennaráða.

Gísli Rúnar á fund með umboðsmanni barna og Önnu Guðrúnu, sviðsstjóra hjá Sambandi um málefni ungmennaráða sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar

  1. Hámarks tími á setu í stjórn FÍÆT

Rætt um það hvort það ætti að breyta lögum félagsins á þann veg að ekki verði hægt að sitja í stjórn nema ákveðið langan tíma.

Stjórn samþykkir samhljóða að undirbúa lagabreytingu  á næsta aðalfundi FÍÆT. Lagabreytingin mun snúa að því að meðlimir í aðalstjórn mega ekki sitja lengur en 2 kjörtímabil (2x2 ár = 4 ár). Breytingin er gerð til að tryggja endurnýjun í stjórn og að stjórnarmenn geti gengið frá störfum og þurfi ekki að sitja í mörg ár án þess ný framboð komi frá félagsmönnum.

  1. Önnur mál
  2. Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Rangarþingi eystra bætist við í fræðslunefnd FÍÆT. Ólafur bauð sig fram til starfa á nýliðnum aðalfundi félagsins.
  3. Vefsíða félagsins rædd. Rut, Gísli og Óli munu funda um heimasíðumál í lok nóvember. Einnig verður rætt um hvernig félagið getur gert sig sýnilegan á samfélagsmiðlum.
  4. Amanda ræðir um leiðir félagsmanna um að hafa samráð og eiga samtal. Tölvupóstur er ágætur en hætt er við að hann týnist í bunkanum. Einn möguleiki er að halda stutta samráðsfundi í Teams/Zoom um ákveðin málefni eins og td aldur í ungmennaráðum, endurnýjun á gervigrasi osfrv. Sá sem boðar til fundarins gæti ritað fundargerð og deilt upplýsingum með öðrum félögum.
  5. Ragnar varðandi Covid tengd mál. Almennar umræður um útfærslu á félagsstarfi í samræmi við reglugerð.

Stefnt á næsta fund fimmtudaginn 10.desember kl 10.00. Gísli boðar til fundar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11.05

Kjartan Páll Þórarinsson ritaði fundagerð.