FRÆÐSLUEFNI OG FUNDARGERÐIR

Stjórnarfundur 1. Fundur - FÍÆT 29. maí 2013, haldinn á Akureyri.

Mætt: Bragi, Jóhann, Alfa, Ragnar Sig., Gísli Rúnar.

 

 

  • Uppgjör aðalfundar

     

    Ölfus og Hveragerði þakkað kærlega fyrir góðar móttökur á aðalfundinum sem og þeim hjónum Ragnari og Jóhönnu sem stóðu sína vakt með stakri prýði.

     

    Útfrá kosninu í stjórn á aðalfundi verður verkaskipting stjórnar eftirfarandi:

    Gísli Rúnar Gylfason – formaður

    Ragnar Sigurðsson – gjaldkeri

    Bragi Bjarnason – ritari

    Jóhann Pálsson – meðstjórnandi

    Alfa Aradóttir – meðstjórnandi

    Sigrún Ólafsdóttir – varastjórn

    Ragnar Örn Pétursson – varastjórn

     

    Rætt um þau mál sem stjórninni var falið eftir aðalfundinn. Senda þarf út reikninga fyrir aðalfundinn en heildarkostnaður FÍÆT var 279.336 kr. Sendur verður reikningur upp á 10.000 kr. á félaga sem tóku þátt í dagskrá.

    Rætt um skráningu á fundinn og mætingu yfir helgina. Vel var mætt á aðalfundinn en margir sem tóku ekki þátt í laugardeginum. Rætt um hvort það þurfi að breyta fyrirkomulagi helgarinnar, t.d. að færa dagskrána fram á fimmtudag og föstudag og makar væru velkomnir frá hádegi á föstudegi. Ákveðið að setja fram könnun til félagsmanna um fyrirkomulag aðalfundarins. Slíkt verði gert sem fyrst meðan síðasta aðalfundur er enn í fersku minni.

     

    Samþykkt samhljóða

     

     

 

2. Senda út reikninga fyrir árgjaldi

 

Samþykkt að senda út reikninga á félagsmenn fyrir starfsárið 2013.

 

 

 

3. Handbókin

 

Alfa fer yfir fund með háskólamönnum sem haldinn var á Akureyri. Fram kom hjá Ölfu að fundurinn hafi verið gagnlegur. Hittu fulltrúa frá Háskóla Akureyrar og fengu kynningu á verkefnum sem eru og hafa verið í gangi hjá þeim. Hafa verið með ýmsar kannanir í gangi og þar er möguleiki fyrir FÍÆT að koma inn spurningum um eitthvað málefni sem vantar upplýsingar um. Alfa fær meiri upplýsingar frá þeim til að setja inn á heimasíðu félagsins.

 

Handbókarvinnan er annars vegar í vinnslu og fram kom hjá Ölfu að kaflaskipti þurfi handbókinni til að geta hugsað verkefnið í smærri einingum.

 

Rætt um að fá fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem og ráðherra næsta haust til að upplýsa um stöðuna og reyna að fá fjármagn í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

4. Haustfundur

 

Rætt um skipulag næsta haustfundar. Stefna á lok september t.d. 26.sept. og funda milli 10:00 og 17:00. Hafa þá fræðslufyrirlestra frá 10:00 – 15:30 og funda svo með félögum FÍÆT eftir það. Hugmynd um að vera með kynninarbása í hádeginu þar sem hinir ýmsu aðilar geta kynnt þjónustu sína fyrir fulltrúum (íþróttaáhöld, styrkjasjóðir, skráningarkerfi o.fl.).

Ræða þarf við ráðuneytið um fyrirkomulagið sem fyrst og er Ölfu falið að fá fund með Erlendi í júní.

 

 

 

5. Ársreikningar

 

Rætt um þær ábendingar sem komu fram á aðalfundinum. Ársreikningarnir verða settir upp skýrar þannig að bera megi saman síðustu ár og kostnaðurinn verði sundurliðaður í fleiri liði.

Ársreikningar verða klárir fyrir haustfund og sendir til félagsmanna tímanlega með tölvupósti.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

6. Reglur um afhendingu heiðursmerki FÍÆT

 

Fram kom að reglurnar yrðu lagðar fram á næsta haustfundi. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

7. Starfshópur um aðild að FÍÆT, Jón Júl, Soffía Páls og Margrét Sigurðar

 

Stjórnin leggur til að hópurinn skili af sér í nóvember 2013. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

8. Samkomulag FÍÆT og Háskóla Íslands

 

Lagt fram undirritað samkomulag.

 

 

 

9. Launakönnun

 

Fram kom að 30 félagsmenn af 49 væru búnir að svara. Formaður sendir út ítrekunarpóst á félagsmenn til að minna á könnunina.

 

 

 

10. Starfslýsingar starfsmanna sambandsins og MMR.

 

Lagt til að farið verði yfir þau drög sem liggja fyrir. Hreinsa textann og setja upp inngang. Ritara falið að klára það mál og senda á stjórnina.

 

 

 

11. Uppgjör ferðakostnaðar síðasta árs (akstur)

 

Uppgjör lagt fram og samþykkt.

 

 

 

12. Verkáætlun starfsársins ,deila niður verkefnum.

 

Rætt um hversu marga fasta fundi stjórnin telur þurfa á ári. Allir sammála um að fjórir fastir fundir á ári sé nægjanlegt en ef ræða þarf sérstaklega fleiri mál er t.d. hægt að kalla saman símafund eða hittst í minni hóp til að spara kostnað. Rætt um að hafa fasta stjórnarfundi c.a. í maí, nóvember, janúar og mars/apríl.

 

Setja þarf upp fjárhagsáætlun félagsins og verkefnalista fyrir stjórnina og setja upp hver er ábyrgur fyrir hvaða verkefnum.

Punktar inn á verkefnalistann 2013 – 2014.

 

    • Eftirfylgd með æskulýðsstefnunni

       

       

    • Haustfundurinn

       

       

    • Þróunarverkefni (handbókarvinna)

       

       

    • Styrkja tengsl við önnur félög í samræmi við samstarfssamninga (Gísli)

       

       

    • Fjárhagsáætlun og ársreikningar (Ragnar)

       

       

    • Verkefni stjórnarmanna. Skilgreina störfin. (Gísli)

       

       

    • Verkefni starfsmanna MMR og Sambandsins (Bragi)

       

 

 

13.  Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundi sltið kl.12:50

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.